Áramótaflugeldasýning Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

 

 

Hvernig ætli þetta verði næstu áramót? Sprengt og brennt skrattann ráðalausan? Samt allir á hausnum? Verða milljónirnar sprengdar upp svo peningabrennslufnykinn leggi yfir land og sjó?

Þetta er auðvitað sagt af tómum skepnuskap.  Innkaupsverð á flugeldum ku vera afar lágt og milljónirnar sem fást með álagningunni veitir, í flestum tilvikum, hjálparsveitum fé til starfsemi sinnar (reyndar finnst mér að þær sveitir og e.t.v. góðgerðarsamtök ættu að hafa EINKALEYFI á flugeldasölu) Þá er kærkominn sá gjaldeyrir sem í landið kemur með Kínverjunum sem koma hingað sérstaklega til að skoða kínverja á íslenskum himni.

Svo er fólk auðvitað misjafnlega statt fjárhagslega (vissi ekki hvort ég ætti að skrifa mis illa eða mis vel) Fyrir utan sprengjufíklana sem verður að umbera eins og aðra fíkla (það ætti að reyna að banna mér að fá mér kaffi!)

Að lokum, ef einhvern tíma hefur verið ástæða til að brenna út árið, þá er það nú.

Förum bara varlega með þá peninga sem við eigum eftir, verndum augun og búk allan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst háværar bombur bestar á gamlárskvöld, og náttúrulega er ljósadýrðin alveg yndisleg og púðurlyktin í loftinu.  Ég elska allt við flugeldana, nema það að kveikja í þeim

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.12.2008 kl. 02:30

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

blessuð............það verður skotið og skotið

Hólmdís Hjartardóttir, 2.12.2008 kl. 02:39

3 identicon

Af hverju á að banna þér að drekka kaffi? Ertu hættuleg undir áhrifum kaffi?  

Nefródíta 2.12.2008 kl. 04:08

4 Smámynd: Beturvitringur

Nei, ekki svo. Frekar í fráhvarfi frá kaffi. Minna samt en flugeldafíkill án púðurprika.

Ég á við að fíkill almennt verður ekki (varla) stöðvaður.

Beturvitringur, 2.12.2008 kl. 04:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband