Að VERA .... eða að VERA að VERA (ekki) ..!?

Kæru málnotendur - Don Kíkódi hélt úti sínu einkastríð og barðist lengi vel - án mikils árangurs.  Ég leita að bandamönnum í varnarlið. Það eru einhverjir tilbúnir í slaginn, en ég veit bara ekki hvar þá er að finna og enginn gerir byltingu einsamall.

   Þessi íslenska þýðing á enskri málnotkun hefur breiðst út eins og fnykur. Það mætti fækka um mörg orð i greinum og töluðu máli ef notuð væri "gamla" íslenskan. Þetta fer alveg öfugt ofaní mig og marga sem ég þekki. Ég hlusta mjög mikið á útvarp, svo oft gapi ég, hósta og svelgist á þegar ég heyri ambögurnar sem smokrast út úr fólki. Einum fjölmiðlamanni man ég eftir í svipinn sem ekki er dottinn í'ða; Þórhallsson á Útvarpi Sögu (leitt að muna ekki í bili hvað hann heitir) Arnþrúður var lengst af í náðinni (hjá mér) Grin  en nú virðist henni vera að elna sóttin. Það þyrfti bara að lyfta henni aftur upp á teinana, hún kann þetta allt; þau þrjú, Karlsdóttir, Þórhallsson og Tómasson eru öll mjög vel máli farin og kunna þetta vel. Mér heyrist bara að smitið sé komið í vitin á þeim.  

“Þeir voru að græða gífurlega á síðasta ári!”                  Þeir græddu gífurlega á síðasta ári.

“Þau voru ekkert að skilja kennarann”                          Þau skildu ekki kennarann.

“Menn eru ekkert að kynna sér skilmálana”                   Menn kynna sér ekki skilmálana.

“Hann er að fara til útlanda þrisvar á ári”                        Hann fer til útlanda þrisvar á ári.

“Menn eru að tryggja sig fyrir svona ferðir”                    Menn tryggja sig fyrir svona ferðir.

“Ég er að gera ráð fyrir auknum vindhraða”                   Ég geri ráð fyrir auknum vindhraða.

"Þeir voru ekkert að tíma að kaupa þetta" (*)                Þeir tímdu ekkert að kaupa þetta

(*) heyrt 8.1.08 í útvarpi (viðmælandi, EKKI þáttagerðarmaður)

Beturvitringur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var mikið að einhver minnist á þetta, ég hef undrast það meir og meir, að enginn skuli tala um þetta undarlega "að vera" sem tröllríður öllum setningum hjá fólki.  Hvaðan kemur þetta og af hverju hættum við allt í einu að tala í þátíð og framtíð, heldur segjum "að " þetta og "að " hitt. hvar eru allir íslenskufræðingarnir. finnst engum neitt athugavert við þetta nema mér og þér:)    ég tók þessum ambögum sem gríni fyrst, en þegar "ég er ekki að skilja þetta" hljómaði hvað eftir annað sama daginn (viðkomandi manneskja skildi greinilega ekki neitt í neinu!)  þá fóru að renna á mig tvær grímur. 

Þórdís Þorvaldsdóttir 9.1.2008 kl. 01:18

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já þetta er mjög hvimleitt en heyrist alls staðar. Því miður ekki síður hjá fullorðnu fólki.

Hólmdís Hjartardóttir, 10.1.2008 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband