Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Forsetafrú, menntamálaráðherra, ríksstjórnarbútur og silfur

Blush Hvernig ætli slúðrið hefði orðið EF . . . dorrit

... DM hefði verið viðstödd Arnarhólshyllinguna og "hegðað sér" eins og ÞKG gerði þar (nú kölluð "klappstýra stjórnarinnar")?   Hefði það ekki bara þótt opin og frjálsleg framkoma, og krúttleg?

þkgunnars

 

 

Hvað ef ríkisstjórnarbúturinn hefði ekki mætt (á sama stað)? Héldu þeir sig ekki til til hlés, prúðir og stilltir?  Eigum við ekki að virða vilja þeirra til að sýna virðingarvott með nærveru sinni?

 

 

 Rikisradsfundur

 Hefði e.t.v. einhver sett útá að "ekki létu þeir svo lítið að láta sjá sig" eða "þeim finnst líklega að þeir yfir þetta hafnir".  Sá ekki betur en að skipulagt væri eins og í fínni fermingarveislu. Fyrst tekur maður bakkann (ÓRG) svo servíettur og tvo mola... svo færir maður sig svo NÆSTI komist að

handbolti

 

 

Röðuðust þeir ekki bara flott, liðsmennirnir?  Frá mér séð, skyggði EKKERT og ENGIN á þá. 

Hefði e.t.v. einhver sett út á uppröðunina ef strákarnir hefðu ekki "fengið" að taka í spaðann á nokkrum frammámönnum.  Hvað ef ríkisstjórnarkútarnir hefðu verið bakatil og strákarnir hefðu þurft að fara á bakvið og koma svo aftur framar á sviðið.

Velti þessu svona upp. 

Ég fyllist alltaf þakklæti þegar við höfum ekkert til að pirra okkur á eða hafa áhyggjur af annað en t.d. að nýi borgarstjórinn kyssi hliðarkoss Kissing   til vinstri.  Var hún ekki bara með frunsu (eða ógeðslegan varagljáa) Wink

 

 

 


"SÚK" ekki gleyma (*_*)

Ekki gleyma

 Frá annars konar "súkki" (Jemen)

 Jemen og Jórdanía 028

 

stelpnahópur Jemen 172

 

Litlar Jemenstelpur og lítill Jemenstrákur.

Eiga ekki öll skó en fengu gefins kjóla.

Mest vantar þau þó SKÓLA.

 

Útá það gengur allt þetta Perlusúkkævintýri

30. ágúst 2008   kl. 10-18

 


Æ, æ, æ.

 cervix

Er að hlusta á útvarp. Þáttarstjórnandi sagði að það ætti ekki að vera feimnismál að kaupa vítamín og steinefni vegna þurrks í leggöngum KVENNA. 

(Hvað um leggöng karla? )  . . . . . . .

 tannkrem

. . . . . . .

Þetta væri hluti lífsins og ekki merkilegra en að kaupa

TANNkrem til þess að TANNbursta í sér TENNURnar.

 

Og, nei, þetta er ekki útlendingur.


Niðurfall - mistak - útför - Tyrki - ræna

Löng; skeytastílAlmenn_skeyti

Fullgreidd 3 vikna (f.tvo) Marmarisferð (Tyrkland) felld niður með litlum fyrirvara. Pöntuð önnur ferð. Ferðaskrst vildi halda andvirðinu sem innborgun á þá "nýju"; fá 200þús kr lán hjá mér í 5-6 mán.

Fannst það skítt, hafði þá þegar greitt 150þús inná á 2 vikna ferð fyrir 5 til Krítar, á sömu skrifstofu.  Alls hafði ég gert samning fyrir hátt í hálfa milljón. Fannst ég stórbokki og ætti að fá smá þjónustu : ) Þarna hafði ég þegar borgað um 350þús.

Við lokagreiðslu Marmarisferðar, kom í ljós að hótelbókun var röng (ein vika, í stað þriggja, á "réttu" hóteli)  Sendi ítrekað rafpóst til ferðaskrst en e-ð fleira hefur misfarist því aldrei kom svar, t.d. afsökunarbeiðni, að ég tali ekki um bætur í e-i mynd. 

Bað um aðstoð við flutningana sem sárabót. Það þótti afgr.stúlku sjálfsagt vegna mistakanna.  Svo þurfti eftirgangsmuni þegar til kom (slíkt gerðu farþegar alltaf sjálfir!) Með mátulegu fúllyndi, aumingjasvip og skvettu af ákveðni, marði ég það.

Segir svo ekki meira af samskiptum við ferðaskrst og fararstj þar sem þeir þvældust ekkert fyrir manni.

Allt gekk með sóma, bæði á "pantaða" og "hinu" hótelinu. Staðurinn eins og hver annar sjó-, sand- og sólarstaður fyrir fjölskyldur, fótafúna, fyllibyttur, gamalmenni og sólbrunamasókista. Veit ekki , - sé maður allt þetta í senn?! Vonaðist reyndar eftir e-u meira framandi en vindsængum, boltum, handklæðum, túristaglingri, börum, veitingastöðum og gull- og leðurbúðum.IMG_0198

Kunnugleg sjón?

Hvar skyldi þetta nú vera?

Svar: Í hvaða túristapotti sem er!

******************* 

Þá kemur að (Tyrkja) ráninu.

Fyrir túrleiða túrista verða göngutúrar og sjósundstúrar góð leið til aðdraganda að sturtubaði fyrir krossgáturnar og krimmana. Við þessar ferðir verða á vegi manns verslanir. Sumar má nota til að kaupa í matinn og svo eru aðrar sem eru misaðlaðandi. Til að koma heim með bút af Tyrklandi, auk þess sem mig vantaði úlpu, lagði ég leið mína í leðurbúðir.

                      leðurjakki

 Ákvað að kaupa síðan jakka/stuttan frakka?

 Allt virtist óforbetranlegum nískupúka, -  rándýrt.

 Og það átt eiginlega eftir að sannast.

 

Fann jakka/frakka sem ég tímdi að kaupa. "Slapp með" 650€  og það úr antílópuskinni sem er svo miklu betra og dýrara!?!?

Notaði greiðslukort, sló inn leyninúmerið. Gekk illa: "no connection". Reynt aftur. Gekk betur, kvitta líka. Hamingjan og frakkinn blöstu við mér. Áttaði mig á síðustu stundu að endurgreiddur væri 8 til 10% skattur á flugvelli, hefði maður kvittun. Alsælan heltók mig. 650-65 = 585€. Maður flottur á því og slapp vel!

Á flugvelli kom í ljós að kvittunin var ekki þeirrar gerðar sem skattur væri endurgr. útá. Skyldi sölumaðurinn aldrei hafa selt neitt áður úr landi? (Ekki svo vel að eigandinn hafi grætt á þessu, held ég)

Kortanotkunaryfirlit sýndi notkun hjá:
İçmeler Leather     /  İÇMELER Leather Gold
Anaçoğulları Kuy. Deri Tur.
Tic. Ltd. Şti.Cumh. Mah. Kayabal Cad. No. 31
Tel : 4553300  İçmeler/MARMARIS
Allt í lagi. Svo kom yfirlit næsta mánaðar ... og þar var líka innheimt frá sama fyrirtæki 650€. Hringdi í svindaraathugunarfyrirtækið. Sagði sögu mína, þau/hún reyndi hvað hún gat, í 3 mánuði. Niðurstaða:? Ég hafði 2x slegið inn PIN fyrir 650€, svo auðvitað bar mér að greiða 1300€, ekki satt? (verð á evru var ekki eins hátt og nú). 
Starfskonan (hjá svindlaravörninni) var til fyrirmyndar og reyndi hvað hún gat, en ekki gekk rófan.

Seinn var ég að gá hvort merkimiði seljanda væri saumaður e-s staðar inní flíkinni. Nei, en þar stóð: Genuine Lamb Leather sem útleggst: "Lambskinn" nú eða viðsnúin rollugæra.  Skrýtin antílópa það! Frakkinn fíni en orðinn svo dýr að ég tími ekki í hann. Í stað 585€ fóru 1300€.

   antilope                               one-lamb                                            

 

 

 

 

 

 

 Sláandi lík í úlpu en greinilegur munur á fæti.

 

Víti til varnaðar, en í öllum bænum EKKI dæma Tyrki og Tyrkland fyrir eina svindlarakrumpu sem náði að svindla á sauðsvörtum íslenskum sveitamanni!


Maður með húmör (sbr. blóðmör), ég kýs hann... út á það!

Bar(r)ack = braggi/bogaskýli, æ, æ,
mbl.is Hótar að siga leyniþjónustunni á kærastana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sálrænt áfall við bensíndælu

Keypti bensín í nótt. Valdi ódýrasta staðinn í nágrenninu. Ego, Skeljungur, Orkan og N1 urðu á vegi mínum og þó nokkur munur milli þessa staða. no gas today

Valdi Orkuna. Á dælunni stóð að lítrinn kostaði 158,80 (e.t.v.158,60, ekki alveg viss). Meðan ég stóð og dældi hátt í 40 lítrum á geyminn, heyrðist oggulítið hljóð; svona lágvært "klikk". Til að vera viss um að ekki væri eldhaf í vændum, vegna sprenginga í bensínbirgðunum, leit ég leiftursnöggt í áttina að hinu ógnvænlega "klikki".

Mér fannst eins og himnarnir hefðu lokast og bjóst frekar við frosti í helvíti, en því sem ég sá: Lítrinn hafði "klikkað" niður í 158kr. Æ, æ, og ég rétt að ljúka við dælingu, jæja 80 aurarx40lítrar eru nú ekki nema 32 krónur og það dugar ekki einu sinni fyrir kókómjólk.

Annað og jafnvel alvarlegra sjokk helltist yfir mig, þannig að mér lá við öngviti, þegar ég dró út kvittunina úr sjálfsalanum. Herra Tankur hafði tekið nýja verðið í reikninginn! svo ég fékk bæði lægsta lítraverðið OG þrjátíuogtúkallinn.  Fór heim og tók róandi.

bensindaela

  

 

 

 

 

 Ætli Samráðsstofnun viti af þessu?


VIÐ verðum að taka á'ðessu! Djöfull tókum VIÐ þá vel! VIÐ unnum þá!

Veit ekkert um íþróttir, nema að maður fer í sturtu áður en farið er í sundlaug.

Nú ber svo við að ég missi lyst og fæ aukahjartslög (jafnvel sleglatif) og snert af bráðkveddu út af íslenska handboltaliðinu.

Velti oft fyrir mér; get aldrei almennilega gert mér grein fyrir meiningunni hjá t.d. feitum óálitlegum bjórvambarkörlum sem ræða fram og aftur: "Við verðum að taka þá í fyrramálið" Bíddu, þeir ætla að sitja í svefnsófanum eða letidrengnum og horfa á leikinn í sjónvarpinu (með bjór, kunni þeir við það "á þessum tíma")

bjórvömb

Við uuuuuuuuunnnnnuuuummmm!  garga þeir þegar liðið hefur staðið í ströngu við að vinna leik; þessir frábæru íþróttamenn sem ættleiddir eru af þjóðinni þegar vel gengur ("strákarnir okkar")  Þessir hlunkar hafa ekki unnið í neinni íþrótt, það er handboltaliðið.

Þjóðarstoltið er að drepa mig núna og ég um það bil að ná í ættleiðingarpappírana!  En ÉG vann ekki, ÞEIR eru hetjurnar "okkar".


Viljirðu ÆTTLEIÐA HVAL ...

... á þessi færsla ekki við þig. Þú kemur þér bara í samband við foreldrana.  Hendirðu alls kyns nytja- og skrautmunum, á þessi færsla heldur ekki við þig. Eigir þú ekkert sem þú ekki notar eða nýtir, hættu þá að lesa núna.

Sértu aftur á móti manneskja sem vilt ekki henda hlutum/varningi en vilt gjarna leyfa öðrum að njóta, ertu á réttu róli. Skítt með hvalina, en langi þig að styðja stelpur, ómenntaðar mæður og/eða drengi í Yemen, þá bið ég þig að renna yfir þetta.

Í PERLUNNI hinn 30.ágúst nk. verður markaður í anda arabalanda "Súk".  Þar verður allt mögulegt og ómögulegt til sölu.

Nú fer fram söfnun á varningi sem til sölu verður. Óskað er eftir:

Vel með förnum og vönduðum fatnaði; kjólum, skóm, pilsum, buxum, peysum, jökkum, veskjum, slæðum, sjölum, höttum, hönskum, jakkafötum, skyrtum, bindum, ermahnöppum, frökkum, beltum, töskum, barnafötum, leikföngum, hálsmenum, hringum, eyrnalokkum, armböndum, púðum, teppum, mottum, vösum, lömpum, dúkum og fleiru þvíumlíku.

Tekið er á móti varningi að Síðumúla 15 (gengið niður með austurhlið og inn að neðanverðu. 

Opin móttaka frá kl. 12:00 til 18:00 alla daga nema sunnudaga.

Auðvitað gefur maður ekki Pétri og Páli án þess að vita hvað um það verður.  hér er auglýsingin sem skýrir allt, s.s. tildrög söfnunar, markaðar og stuðningsstarfs Nouriu (núría) Hún er fyrir miðri mynd

  100_0079

 Arabastelpur í hvítuKjólar, enginn skóli.

(Athugið að það sem ekki gengur út verður gefið í fatasöfnun Rauða krossins og Góða hirðinn.


Tískan ekki kynnt áfallalaust

Þetta sendi mér hann Töller, frábær vinur sem veit að ég er skepna.  Áhorfendurnir kóróna svo allt.

 

 

 


Ekkert blóð, engin byssa, engar ........ og enginn andsetinn

Samt var fullur salur af harla ánægðum áhorfendum. Þeir sem fæddir eru eftir upplausn sveitarinnar hefðu þó sennilega ekki eins gaman af myndinni. Sumir sem ekki hafa séð myndina, segja hana kellingamynd, en það er hún hreint ekki.

Vilji einhver horfa á saklaust ævintýri InLovesem fléttað hefur verið í kringum hressilega tónlist Abba heitinnar, til að hlæja, komast í stuð og líða vel þegar upp er staðið, held ég að væri ráð að skella sér á "Mama mia"  Allavega gef ég myndinni mín bestu meðmæli.  Ef ekki hefði verið fyrir gigtarskanka og innanmein, hefði ég dansað út úr bíóinu Grin

mamamiamamamia þrjár aðal


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband