VIÐ verðum að taka á'ðessu! Djöfull tókum VIÐ þá vel! VIÐ unnum þá!

Veit ekkert um íþróttir, nema að maður fer í sturtu áður en farið er í sundlaug.

Nú ber svo við að ég missi lyst og fæ aukahjartslög (jafnvel sleglatif) og snert af bráðkveddu út af íslenska handboltaliðinu.

Velti oft fyrir mér; get aldrei almennilega gert mér grein fyrir meiningunni hjá t.d. feitum óálitlegum bjórvambarkörlum sem ræða fram og aftur: "Við verðum að taka þá í fyrramálið" Bíddu, þeir ætla að sitja í svefnsófanum eða letidrengnum og horfa á leikinn í sjónvarpinu (með bjór, kunni þeir við það "á þessum tíma")

bjórvömb

Við uuuuuuuuunnnnnuuuummmm!  garga þeir þegar liðið hefur staðið í ströngu við að vinna leik; þessir frábæru íþróttamenn sem ættleiddir eru af þjóðinni þegar vel gengur ("strákarnir okkar")  Þessir hlunkar hafa ekki unnið í neinni íþrótt, það er handboltaliðið.

Þjóðarstoltið er að drepa mig núna og ég um það bil að ná í ættleiðingarpappírana!  En ÉG vann ekki, ÞEIR eru hetjurnar "okkar".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Þú og fjölskyldan þín ætlar sem sagt að horfa á imbann, nú eða fara til Costa del sol?   ha ha ha

Ég kann vel við þig : )

Beturvitringur, 21.8.2008 kl. 04:01

2 Smámynd: Beturvitringur

Gleymdi; mikið vildi ég að þú værir sannspár. Þá ættleiði ég a.m.k. hálft liðið. Hinn helminginn bið ég að ættleiða mig.

Beturvitringur, 21.8.2008 kl. 04:04

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Til hamingju með silfrið.....sem þínir ættleiddu drengir unnu sannarlega fyrir

Hólmdís Hjartardóttir, 24.8.2008 kl. 12:58

4 Smámynd: Beturvitringur

ó já, og sömuleiðis. Landið og miðin eru í vímu. Vonandi finna þeir stoltið og andann í landanum.

Beturvitringur, 24.8.2008 kl. 21:15

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

silfurvíma

Hólmdís Hjartardóttir, 25.8.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband