Ha? RÍÐUR SÉR TIL RÚMS! Hver? Er klæmst í útvarpinu?

Þegar ég hlusta á útvarp fer margt af stað í mínum "BesserWisser" heila.

Stundum garga ég á hálfvitana (en bara ef það er fólk sem hefur atvinnu af því að tala) Stundum hlæ ég dátt og skyndilega. Til tilbreytingar þá rek ég upp hlátur, hlæ svo dátt meðan ég úthúða hálfvitunum - allt gert án áheyrenda.

Eitt sinn sagði íþróttafréttamaður (þeir eru víst frægir fyrir málnotkun - og það ekki fyrir gullaldarmálfar) að alltaf væru að bætast við "nýjar" íþróttagreinar; nú væri fólk farið að renna sér á skíðum þótt ekki væri snjórinn (nokkurs konar rúlluskíði) "Allt er nú til" sagði viðmælandinn. "Já, þessi íþrótt hefur riðið sér til rúms undanfarið"

hm? ég ætla ekki að setja inn leiðréttingu.  Vonum svo innilega að þetta hafi verið freudísk tungufella.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einu sinni var glæný fréttakona á R.U.V. Hún var inni í kirkju að taka viðtal við prestinn og hún sagði "Já og hér er gott að setjast niður og hægja sér " meinti auðvita að þarn væri notalegt að setjast niður. Eg sá hana svo aldrei aftur hún hefur kanski ekki þorað að halda áfram eftir þessi mismæli. Þetta var nú eiginlega alveg hræðilegt. 

Áslaug 12.1.2008 kl. 02:03

2 Smámynd: Beturvitringur

ha ha ha. Hvað hét hún aftur hin fréttakonan, Erna? Hún var hjá e-i útvarpsstöðvanna.

Nýlega hafði Háteigskirkja byrjað að hafa opið, þótt ekki væri þjónusta. Henni fannst: "Þetta væri frábært t.d. ef útlendingar og annað ferðafólk langaði að skoða kirkjuna og bara hver sem væri gæti komið inn og gert þarfir sínar

Beturvitringur, 12.1.2008 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband