D ó p i ð INN - D ó t i ð ÚT

Að vonum gleðjumst við yfir gífurlega góðum árangri toll- og löggæslu, en á hverju ári tekst að hindra að fíkniefni komist á “markað” þ.e.a.s. að þau nái til ungmennanna okkar. Fylgst er með komu skipa og flugvéla svo alltaf næst einhver hluti þess sem reynt er að smygla. Sumum finnst það sem næst að stöðva vera dropi í hafið, en hafið er nú einu sinni samansafn dropa. Ég velti fyrir mér hvort eins vel sé gætt að SKIPAFERÐUM FRÁ LANDINU. Hér eru hópar sem ráðast inn hjá saklausu fólki og ræna það og rupla. Í allflestum tilvikum fer góssið innan tveggja sólarhringa í gám og svo um borð í skip sem er á leið til útlanda. Í millitíðinni fer fram vandleg skipulagning. Þýfið er flokkað og stundum merkt og dreift í nokkur “vöruhús”. Þar eru gámar fylltir og mörg ríkisstyrkt stofnunin gæti verið stolt af skipulagningunni. Nú kann það að vera að með skipalestun sé strangt eftirlit. Það er jafn nauðsynlegt. Sé fíkniefnasölum gert ófært að koma þýfi í verð, til að borga næstu sendingu, gætu heimilismunir e.t.v. fengið að vera þar sem þeir eiga heima.  Ég hugsa e.t.v. ekki allt til enda, því ekki er hægt að ímynda sér hvað kæmi í staðinn. * * * * * Helst vil ég að því verði komið á að í fjölmiðlum verði talað um hve marga efnin hefðu getað lagt að velli, þegar fjallað er um magnið. Ekki áætlað “götuverð”.  Segja mætti að:  “tuttuguogþrjúþúsund manns hefðu komist í vímu og rýrt andlegt atgervi sitt með þeim skammti sem lagt var hald á”   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Senda þeir ekki dótið í pósti? Allavega gera Litháarnir sem eru í þjófagenginu sem var tekið það

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.1.2008 kl. 02:48

2 Smámynd: Beturvitringur

Örugglega líka. Stærri hlutir eins og tölvur, skjáir, hljóðfæri og heimilistæki "fara betur" í gámi og lægri sendingarkostnaður

Beturvitringur, 13.1.2008 kl. 02:51

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góður pistill. Rýrnun á taui  á sjúkrastofnunum er þvílík að helst dettur manni í hug að það sé flutt úr landi.(það telst í tonnum)

Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2008 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband