Raunamæddir rassar og hrumir og hryggir hryggir

Það hljóta að vera góðar og gildar ástæður fyrir því að fjarlægt hefur verið flestallt sem

setjst mátti á í Smáralindinni.

Bekkir ekki lengur hjá lyftum og annars staðar þar sem maður gat tyllt sér aðeins.

Ég á ekkert alltaf sérstaklega auðvelt með gang og kyrrstöður engu betur. Það fyrsta sem ég geri í þessum fjölverslanaljónagryfjum er að ná mér í gott eintak af innkaupakerru og nota hana sem göngugrind og fatakerru (alltaf svo heitt þegar maður kemur inn að fljótlega er maður orðinn ber að ofan og á brókinni einni fata, næstum)

Vissulega eru fínir leðurlegir sófar og það er fínt, en þeir eru bara svo fáir og langt í þá (ef maður er langt frá þeim! djúpt)

Þeir sem reyna að drösla mér með sér í þeytivindur eins og Smáralind og týna mér, vita mig er sennilegast að finna í skóbúð (mátunarstólar) eða á klósettinu ef ekki býðst annað.

Um Kringluna verður samt að segja að síðast þegar ég var þar, var nóg um sæti og bekki. Þar get ég "trítlað" (kannski öfugmæli?) um og hvílt mig til skiptis.

Af hverju ætli Lindin hafi séð sig tilneydda til að fjarlægja flest sæti. Skemmdir? Hópamyndun? Kannski. Mætti þá kannski hafa trébekki/stóla svo það yrði ekki það þægilegt að fólk héldi þar til.

Í sjálfum verslununum má maður þakka fyrir ef það er búðarborð sem maður getur stutt sig við, EN stöku búð finnur stól þegar maður biður um það.  Svo fer ég með inní mátunarklefa ef félagi minn fær að máta.

Höfuð - herðar - hné og tær


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband