Skelfilegt að missa aleiguna, bankarnir banka á dyr

Ungur maður festi kaup á íbúð, ekkert mjög stórri en snoturri þó. Hann var heppinn og lánsmöguleikar góðir. Bankar buðu há lán á þessum tíma svo hann hrósaði happi yfir að hafa fengið 90% lán.

Hann var búinn að vera það lengi á vinnumarkaði að hann átti rétt á lífeyrissjóðsláni. Það var hærra en sem nam þeim 10% sem á vantaði til kaupanna svo hann endurnýjaði bílinn. Hann orðinn meira en þriggja ára og hætta á bilunum, afföll mikil og endursala erfiðari á eldri bílum.

Ótrúlegt hvað eldavélar, viftur, uppþvottavélar, flott blöndunartæki, þvottavélar, þurrkarar, ljós, gólfefni, sjónvörp, videotæki, dvd-spilarar, hljómflutningstæki, tölvur, prentarar, stafrænar myndavélar, upptökuvélar, minniskubbar, auka harðir diskar, brauðristar, kaffivélar, djúpsteikingarpottar, straujárn, hárblásarar, vatn-og-vellíðan vatnsnuddhausar, heitur pottur, græjur fyrir pottinn, pallur, bygging yfir sólhornið, litmyndadyrasími, bensín, dekk, álfelgur, viðgerðir, bifreiðaskattur, bílatryggingar og svo heimilistryggingar fyrir allt góssið, geta verið dýrar.

Þetta gekk prýðilega lengi vel, kunningjarnir litu öfundaraugum á þennan gaur sem var búinn að koma sér svo asskolli vel fyrir, - hlyti að hafa flott laun 'mar'.

Svo fór skipulagningin aðeins úr skorðum þegar ekki varð þverfótað fyrir innheimtuseðlum vegna allra "auðæfanna" sem hann hafði plantað í íbúðinni. Þá var ekki til fyrir afborgunum af íbúðarláninu, það fór stundum í vanskil. Stundum þurfti að "fara aðeins" í yfirdráttinn.

Sagan er orðin nógu löng til skýringa. Innan skamms var þessi maður á götunni. Bankinn og aðrir lánveitendur létu sér ekki lynda viðskiptin og drógu í land.

Hann var orðinn eignalaus. HANN MISSTI ALEIGUNA í viðskiptum sínum við bankana.

Það gleymdist að segja frá því í upphafi að náunginn átti ekkert sparifé annað en tæpan hundraðþúsundkall á launareikningnum. Jú, hann missti það, - það var líka aleigan!!

Sem sagt þessir viðbjóðslegu bankar með óþrjótandi lánagleði RÆNDU HANN ALEIGUNNI GetLost

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Nei, svo eru bankarnir ávíttir fyrir lánagleði! Hvað með

lánTÖKUgleði

Beturvitringur, 15.1.2008 kl. 05:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband