Öryrkjar hvað? - Hálffullir eða ...?

ÖRyrki, yrki, smávirki, aðeinsvirki, varlavirki, ofvirki. 

Nú fer örugglega (vonandi) einhver í fýlu og finnst ég vera óforskammaður. 

Þetta með gömlu útslitnu viðhorfslíkinguna um hálffulla/hálftóma glasið ætti að eiga við þá sem ekki geta stundað vinnu vegna fötlunar, sjúkdóma eða annars sem aftra kann.

Hvað með manneskju sem telst 50% öryrki, er hún ekki 50% vinnufær? Sem betur fer hefur þetta aðeins komið til umfjöllunar; að meta getu í stað getuleysis. Sumir segjast vera 25% yrkjar en séu að öðru leyti á launum hjá ríkinu! Nú, og hvað gerirðu?

Það er að bera í bakkafullan lækinn að minnast enn einu sinni á þá undarlegu skipan að öryrkjar geti ekki bætt fjárhag sinn með því að vinna eitthvað smávegis, eftir getu.

Nokkrum skjólstæðingum vann ég með. Þeir þjáðust af geðheilsuleysi, ég af annars (aðallega) konar heilsuveilu.  Launagreiðendur gerðu allt fyrir mig til að lyfta laununum mínum eins og leyfilegt var. Eftir ánægjuleg samskipti við "geðsjúklingana mína" sem var samt stundum svolítið erfitt fyrir skrokkinn á mér, kom niðurstaðan. Tryggingastofnun, ekki af fjandsemi heldur skv. lögum lét mig endurgreiða bróðurpartinn af launum mínum hjá félagsþjónustu tveggja sveitarfélaga. Held ég hafi haft u.þ.b. 200 krónur á tímann þegar upp var staðið.

Það vantar alltaf fólk í slík störf og gott fyrir þá sem ekki geta unnið fulla vinnu að komast í svona hlutastörf.  Ég var eiginlega með svolítið samviskubit þegar ég var ítrekað beðinn að taka að mér fleiri en varð að svara:  "Mér leið vel í þessu starfi, en þegar það er að mestu kauplaust, kýs ég frekar að stunda sjálfboðavinnu".  Fór svo á námskeið fyrir sjálfboðaliða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband