17.1.2008 | 00:39
Meðferð KVÓTANS e-s staðar í ferlinu skilgreind sem ÞJÓFNAÐUR?
... stuldur, rán eða ólögleg yfirtaka? Ef svo er/væri, yrði viðsnúningurinn einfaldur.
Kaupi maður illa fengna vöru, má gera hana upptæka án nokkurra bóta. Það á líka við þótt varan sé keypt/fengin í góðri trú um að allt sé löglegt.
Við gætum keypt fínan flatskjá á góðu verði. Komist svo upp um þjófnaðinn og þýfið megi rekja til okkar, - værs'go = = UPPHAFLEGA EIGANDANUM er skilað því sem honum ber.
E.S. Af hverju notum við ekki
"kvóti" (e. quota) þegar við eigum við "hluta", "skerf" eða "skammt"
og
"kódi" / "kóði" (e. code) þegar við eigum við "dulmál", "dulmálslykil", "táknróf", "merkjamál"
Kannski heyri ég illa en mér heyrist þeir sem fjalla um kvótann; þingmenn, sjómenn o.s.frv. tala um "kóda" en kannski eru þeir linmæltir þegar þeir segja "kóti".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.