18.1.2008 | 01:02
LÍFEYRISÞEGAR ekki endilega VERST SETTIR
Ekki er sama hver lífeyrisþeginn er. Sumir eru eignamenn og geta nýtt eignir sínar þegar í harðbakkann slær. Það á við um ellilífeyrisþega, örorkulífeyrisþega og hugsanlega fleiri sem ég ekki kann að nefna.
Lífeyrisþegar eru misjafnlega á sig komnir; sumar illa farnir og sumir hreint ósjálfbjarga. En það eru líka margir sem komast ágætlega af, með guðs hjálp og góðra manna.
Sárust eru kjör fólks sem er á vinnumarkaði á afspyrnulélegum launum og hefur það virkilega skítt. Eins og í öðrum hópur er það fólk með börn á framfæri sínu.
Skoðum dæmi af sæmilega höldnum lífeyrisþega annars vegar og láglaunamanni hins vegar. Hefðu þeir sömu mánaðartekjur (m.t.t. ívilnana, bóta o.þ.u.l.) þá hallar nú heldur betur á þann sem mætir daglega til vinnu.
Berum saman: Láglaunamaðurinn sem telst heill heilsu og er ekki kominn á ellilífeyrisaldur hann fær ekki sömu viðurgjörðir og lífeyrisþeginn:
Hann fær ekki afslátt við lyfjakaup
Hann fær ekki afslátt innan heilbrigðiskerfisins
Hann fær ekki afslátt af strætófargjöldum
Hann fær ekki ókeypis í sundlaugar
Hann fær ekki afsláttarkort vegna læknisheimsókna við jafn lága upphæð og lífeyrisþeginn
Hann fær ekki afslátt vegna gleraugnakaupa (suma fyrirtæki)
Hann fær ekki afslátt vegna ýmissar þjónustu (sum fyrirtæki)
Hann fær ekki styrk til bensínkaupa
Hann fær ekki niðurfelldan bifreiðaskatt
Hann fær ekki afslátt af fasteignaskatti
Hann fær ekki endurgreiddan hluta tannlækniskostnaðar(ákv. verk)
en
Hann verður að eiga eina og helst tvær bíldruslur
Hann verður e.t.v. að eyða meiru í fatnað (til að geta látið sjá sig í vinnunni)
Hann þarf að kaupa strætókort ef hann á ekki bíl (annars umtalsverður bensínkostnaður)
Hann þarf að greiða að fullu fyrir barnagæslu
Hann þarf að verja lengri tíma fjarri börnum sínum (fjölskyldu)
Hann þarf sennilega að kaupa dýrara fæði (minni tími aflögu til búkonusparnaðar)
Hann þarf að eyða tíma, bensíni og öðrum bifreiðakostnaði til og frá vinnu
Ég tilheyri fyrri hópnum; hamingjusamur 25% yrki á launum hjá ríkinu. (Bara svo e-r haldi ekki að hvötin til skrifanna sé öfund. Það er enginn umræddra hópa öfundsverður).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið, mikið rétt hjá þér og ég efast ekki um að þessi skrif fara öfugt ofan í þá sem vilja halda áfram að kvarta án þess að standa fyrir máli sínu.
Stöðugt kvart marga lífeyrisþega sýnir mér að eftirspurnin eftir því að eiga bágt er töluvert mikil. Það mætti reyna að koma henni í neytendaumbúðir.
Haltu áfram "nöldrinu" og að snúa "hinni" hliðinni upp, ekki er vanþörf á og svo er líka gaman að þér.
Nefrodíta 18.1.2008 kl. 01:38
Frábært að fá viðbrögð. Ekki síst þeirra sem ósammála (sbr. Dúuskott)
Gagnskot: Skrifað stóð að lífeyrisþegar væru EKKI ENDILEGA (i.e. í öllum tilvikum) verst settir.
Allir örorkulífeyrisþegar sem "metnir" eru a.m.k. 75% öryrkjar eiga að fá lyf á lægra verði en "almenningur".
Örorkulífeyrisþegar sem bágt eiga með gang, - samt "gangfærir" : ) geta sótt um bensínakaupastyrk.
Örorkulífeyrisþegi ÞARF AÐ SPYRJAST FYRIR um afslátt t.d. af gleraugnakostnaði, búðareigandinn sér sjaldnast á manni "örorkuna"
75% öryrki er sjaldnast á almennum vinnumarkaði. En ég er sammála því að börnin þeirra eiga samt að geta fengið að vera samvistum við önnur börn á þ.t.g. stofnunum. Ég veit ekki hvort öryrkjar þurfa að greiða fullt gjald?
Alveg rétt hjá þér, - öryrki t.d. með liðskemmdar hendur er sannarlega ekki mikið í slátur- eða brauðagerð. En á hraðferð til og frá vinnu og að sækja og senda börnin, eru kannski meiri líkur á að þurfi að kippa með sér meira unnum (dýrari) mat.
Lækniskostnaður. Alveg rétt hjá þér. Yfirgnæfandi líkur á að öryrki þurfi oftar til læknis en aðrir. Þeir borga þó lægra komugjald og fá afsláttarkort eftir miklu lægri upphæð en aðrir.
Loks, endilega! lífeyrisþegar eru EKKI ENDILEGA verst settir
Beturvitringur, 18.1.2008 kl. 15:25
Heyrðu, nú þarf ég að fara að hringja í þig, það gengur alltof hægt að skiptast á skoðunum í gegnum hægfara miðil. Þetta þarfnast kaffisopa og meððí.
Samt held ég að við séum sammála, kannski tekurðu þetta frá einu sjónarhorni. Allavega er ég fullkomlega sammála þér, frá þeim sjónarhóli sem mér sýnist þú horfa frá. Meiri "fætíng" fjótlega
E.S. öryrki fær EKKI ókeypis/afslátt í HÚSDÝRAGARÐINN grísinn þinn, nema að hann sé REYKVÍKINGUR. Hef reynt það sjálf og borgaði, með hundshaus þó. Fannst svínslega með mig farið og jarmaði þegar ég sagði frá þessu og hrein vegna óréttlætisins.
Beturvitringur, 18.1.2008 kl. 22:15
Ætla aðeins að blanda mér í þessar samræður, ekki eru mín lyf niðurgreidd svo geri ég ráð fyrir að þú Dúa hafir ekki tekið með í reikninginn að höfuðborgarsvæðið heitir ekki ALLT Reykjavík.
Eiríkur Harðarson, 19.1.2008 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.