20.1.2008 | 03:52
Laugavegur 4 og 6 - Fjallkonan með sílíkonbrjóstin
Þótt takist að koma í veg fyrir að 101 Reykjavík líti, áður en langt um líður, út eins og lofttæmd og sótthreinsuð geymsla fyrir andlausa "coma"búana, er það ekki alveg nóg.
Ég er svo forpokuð að þegar ég sé vel og fallega uppgerð hús sem fyllilega eru nýtt, - sem heimili, verslanir eða fyrir annars konar starfsemi, slær nálykt (lærði þessa málnotkun af menntamanni) fyrir vit mér að sjá merkingar á sumum þeirra.
Hugsum okkur sjónlínu eftir Laugavegi t.d. frá Lækjargötu að Snorrabraut: Falleg, gömul, vel viðgerð og vel viðhaldin hús. Franskir gluggar og útskornir gluggakarmar að upprunalegri mynd komnir í stað starandi augnatóftanna.
Hvað svo? Á Laugavegi 4 gæti t.d. staðið
"Tattoo Parlor", "Flop Shop", "Totally Lust", "Cute Princess".
Næsta hús gæti svo t.d. borið:
"Gekt Hot", "Fucking Cool", "Catch Up", "No Shit",
Svo auðvitað til minningar um gamla verslun ofarlega á Laugaveginum: "The Coats' and Ladies' Shop" og "Textil and Yarn"
Nei, bra sei sona.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, ég var einmitt að hugsa þetta um daginn þegar ég gekk um einhverja kringluna. Hvar eru öll íslenzku verzlanaheitin. Af hverju mega búðir ekki heita Tízkuvöruverzlun Ágústu, eða Rimmugýgir? Hvað varð um Straumnes og Silla & Valda? Nú heitir allt Bónus, Kaskó, Nettó og Guð veit hvað... Upp með íslenzk verslanaheiti á Íslandi.
Markús frá Djúpalæk, 20.1.2008 kl. 11:47
Hefur Beturvitringurinn velt fyrir sér klisjum um jafnrétti. Sumir vilja "jafna launabilið", aðrir vilja "auka jafnréttið" og enn aðrar mannvitsbrekkur vilja "minna launabilið". Hvar er fólkið sem einfaldlega vill "jafnrétti"?
"Minnka launabilið"?! Jahá, skrýtið innlegg í umræðu um að það eigi ekki að vera "launabil".
"Auka jafnréttið"?! Fjölga því kannski líka?
"Jafna launabilið"?! Ég kann íslensku ekki nógu vel til að vita hvað þetta getur hugsanlega átt að þýða.
Nefródíta 21.1.2008 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.