NÁMSKEIÐ sem ná EKKI til þeirra sem helst þurfa

Ég er að hlusta á Útvarp Sögu, þátt í umsjón Markúsar Þ Þórhallssonar. Fjallað er um ýmis námskeið.

Oft hef ég hugsað og talað um afkvæmanámskeið, líkt og MÞÞ spurði um. Við þurfum kennslu t.d. ef við kaupum okkur hljóðfæri, jafnvel myndavél. Okkur þykir líka sjálfsagt að fara með litla sæta hundinn okkar á hlýðninámskeið. Það þarf að læra að hvetja, umbuna, skilyrða jákvætt, setja mörk og allt það.

Hvað með börnin og unglingana okkar? Eigum við bara að láta skeika á sköpuðu? Er það enn einu sinni "þetta reddast" aðferðin?

Vandamál ungmenna sýna að sú aðferð gengur ekki alltaf. Það er enginn vandi að skaða/eyðileggja barn og framtíð þess. Ofbeldi í algengustu merkingu þess orðs er annar kapítuli, - en andleysi, afskiptaleysi, vantraust, skortur á hvatningu og hrósi eykur allt líkurnar á því að barnið fari inná "ranga braut"

Ekki meira um þetta að sinni, en góðra gjalda verð námskeið eru bara ekki sótt af þeim foreldrum (fólki) sem helst þyrftu.

Margoft hef ég setið námskeið og glaðst yfir áhuga og innleggi þátttakenda og hugsað - hvar er fólkið sem ætti að vera hér?

Vímuefnafíklar eru ólíklegir til að sækja námskeið um vímuvarnir.  Foreldrar sem einkennast af afskipta- og sinnuleysi, skrá sig ekki og borga sig inná uppeldisnámskeið.

Hvað er hægt að gera?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þó ljótt sé að segja það, þá tel ég að þessi "moldríka" þjóð (allavega í orði) þyrfti nauðsynlega að fara að upplifa smá kreppu, til þess að fólk færi að draga hausinn útúr gini efnis-græðgis og nú-hyggjubullinu. Sem sagt færi að gefa sér tíma til að huga að einhverju öðru en núinu.  

Eiríkur Harðarson, 21.1.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband