28.1.2008 | 00:55
SKILDI bara ég SPAUGSTOFUNA?
Eða skildu hana allir nema ég?
Semja eða segja frá. Háttur SpSt er að taka upp allskyns málefni og snúa þeim, ef þannig stendur til, upp á andsk.... Man ekki að þeir hafi beint búið til atburði. Skrumskælt þá. Já, já, já og margtogað í brosvöðvana.
Mér heyrist að mörgum hafi þótt Spst fara "illa að ráði sínu" og "lagst lágt", "farið yfir mörkin" og þaðan af verra.
Meðan á þættinum stóð hugsaði ég oft: "Gott hjá þeim, já, helv... er þetta gott á þau."
Nú stend ég frammi fyrir því að vita ekki hvort ég hvatti rétt lið. (sbr. hér að ofan: "þau")
Ég skildi sneiðina þannig að Spaugstofumenn væru að sýna okkur fram á þá fáránlegu ímynd sem verið hefur reynt að koma inní hausinn á okkur um ÓFM
Mér er fjandans saman hvort ÓFM þjáðist af þrálátri berkjubólgu eða þunglyndi. Ef hann hefur náð heilsu er það þá bara ekki fínt?
Hafi hann verið með berkjubólgu hefði mér fundist sjálfsagt að mótmælendur á pöllunum heltu yfir hann klakavatni og tækju hitann af, ef vera kynni að þeim tækist nú að láta honum slá niður.
Athugasemdir
Ég er svo illa innrætt að ég grét af hlátri allan þáttinn. Kannske of mikið af hnífabröndurum. Tók Ólafsbrandarana sem gagnrýni á umræðuna um veikindi Ólafs fremur en sem gagnrýni á hann sjálfan. Enda erfitt að gagnrýna veikindi. En Ólafur hafði ekki húmor fyrir spauginu.
Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2008 kl. 01:01
Heyrðu, ég þarf að fara að ræða við þig, þú sendir mér stundum "styrk" samt ekki örorkustyrk, hann kemur frá TR
Við erum þá allavega tvær sem skildum þetta svipað
Á nútímastjórnmálamáli, ertu þá ekki "bakland" mitt (og ég þitt?)
Beturvitringur, 28.1.2008 kl. 01:27
Já, rétt hjá þér Hólmdís, sorgin er að ÓFM hafði ekki, vildi ekki taka þessu sem húmor. Það finnst mér ALVARLEG veikindi :)
Beturvitringur, 28.1.2008 kl. 01:29
Sama og ég hugsaði, mér finnst viðbrögðin hjá honum benda til þess að honum sé ekki alveg batnað....
nema hann taki sjálfan sig svona afspyrnuhátíðlega....
og þá spyr ég....
á hann eitthvað heima í pólitík??
Ingimar Eydal, 29.1.2008 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.