28.1.2008 | 03:34
Brúðarsveinar og -meyjar nýju borgarstjórnarinnar: Sviðsframkoma
Sumir stjórnmálamenn vita ekki í hvort fótinn þeir eiga að stíga, - enda ekki von.
Einn hópur hegðar sér á ákveðinn hátt - og hlegið er að því.
Næsti hópur gætir sín; vill ekki verða að athlægi - og hlegið og býsnast er yfir því.
Dularfullu mónulísuandlitin sem sáust í bakgrunni við vígslu Vilhjálms og Ólafs eiga sér skýringu. Sumir dæstu og sögðu: "... að þetta væri hnípinn hópur" og "ekki var gleði í andlitum þessa fólks".
Ég er mjög gleymin, man bara það sem skiptir engu máli.
Ég man t.d. þegar s.k. kvartett skeiðaði að Tjarnarbakkanum, keik og kná, falleg og brostu breitt, ánægð með hlutskipti sitt. Mjög margir gerðu grín að þeim og sögðu þau eins og smákrakka á leið i Tívolí.
Nú hafa hóparnir þeirra VÞV og ÓFM aldeilis gætt sín á að lenda ekki í því sama! Þessi grey þorðu ekki einu sinni að brosa blíðlega. Þau límdu niður brosvöðvana, það skyldi sko enginn sjá að þau kættust yfir sínu hlutskipti.
Svo nú er vandlifað. Ekki brosa. Ekki, ekki brosa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
OOOO ætli það liggji nú ekki eithvað annað að baki brosleysinu en það að þykjast vera svona málefnaleg, manni gæti nú dottið margt í hug.
Eiríkur Harðarson, 28.1.2008 kl. 11:58
hei, eins og hvað?
Beturvitringur, 2.2.2008 kl. 02:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.