29.1.2008 | 02:35
Dómur fallinn í Spaugsmálinu
Ótilkvaddir héra- og æstaréttardómarar hafa kveðið upp sinn dóm um FYNDNI.
Góðir hálsar, standist spaug, brandari eða ádeila ekki kímnigáfnapróf rétta fólksins ER ÞAÐ EKKI FYNDIÐ! Ekki er hægt að vísa til hærra dómstigs hér á landi en hugsanlega má vísa málinu til föðurhúsanna.
Með öðrum orðum: Sá sem hlær að mínum brandara er húmoristi. Hlægi það mig ekki, er það ekki fyndið.
Dómarar koma víða að en akkur þykir af því að vera áberandi duglegur að koma sér á framfæri, vera með myndugan alvörusvip, vel menntaður (allavega skólagenginn), í góðri stöðu og hafa þá staðföstu trú að maður sé afspyrnugáfaður.
Hafi dómari ofangreinda þætti til að bera ÞEKKIR hann svo sannarlega muninn á því hvort gríngengi sé að spegla fáránleika stjórnmálaumræðunnar (sem felst í því núa fólki hverju sem er um nasiri) EÐA hvort illa innrætt gengið sé eitt og sér og sjálft með skítkast. Við hin sem skildum þetta eins og það var meint (skv. Karli Á Úlfssyni í Kastljósi) vitum samt sem áður ekkert um fyndni, því enginn deilir við dómarann.
Eini sjúkleikinn sem virðist hrjá ÓFM er skortur á húmor fyrir sjálfum sér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:41 | Facebook
Athugasemdir
Nokkuð til í þessu, ég er að vísu hættur að horfa á Spaugstofuna vegna þess að ég er svo spenntur að fylgjast með uppvexti bananatrés sem ég gróðursetti fyrir 5 árum.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 31.1.2008 kl. 00:00
Mér finnst þeir ómissandi, auðvitað mismunandi krassandi dægurmál, en þú hefur fulla afsökun sé ég. Læt þig vita ef efni standa til, ef þú verður þá ekki komin með afkvæmið í eyrun.
Beturvitringur, 31.1.2008 kl. 00:40
Takk fyrir það. Björn Bjarnason hittir naglann á höfuðið finnst mér um Spaugstofuna, en hann sagði: „Almennt minnir Spaugstofan mig á veröld sem var - dálítið eins og að koma til Austur-Þýskalands, þegar múrinn var hruninn og menn voru að leita að nýrri framtíð en þó enn í gamla tímanum. Stundum getur slíkt ástand verið hlægilegt en sjaldan fyndið.“
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 2.2.2008 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.