Við brýnum fyrir börnunum, en eru skrif foreldra hættulaus þegar kemur að því að öfuguggar skimi eftir fórnarlömbum?

Það er auðvitað full ástæða til að vara börn og ungmenni við því að setja of nánar upplýsingar um sig þegar þau skrifa á netið, hvort sem þau eru í samskiptum á "msn", spjallsíðum eða annars staðar þar sem barnaníðingar eiga það til að lauma sér inn og geta sett upplýsingarnar í samhengi til að nálgast barnið.

Hvað skal þá með foreldra sem skrifa mjög nánar og persónulegar upplýsingar um fjölskyldu sína og þar með börnin sín? Foreldrana má svo finna í þjóðskrárupplýsingum, símaskrám og ýmsum öðrum listum sem tengja má við nánustu fjölskyldumeðlimi.

Auðvitað nálgast þetta vænisýki hjá mér en tortryggnin nær einfaldlega tökum á manni þegar fréttist af útsmygli og einbeitni brotamanna við að komast í tæri við fórnarlömb sín.

Satt best að segja finnst mér að enginn ætti að hafa leyfi til að skrifa (blogga) um neinn persónulega, nema sjálfan sig. Ekki hefði ég kunnað foreldrum mínum neinar þakkir fyrir að skemmta sér og öðrum á minn kostnað. Þótt maður sé ungur að árum hefur maður skoðanir og er oft viðkvæmur fyrir sjálfum sér. Þótt maður flokkist undir "smáfólk" þegar skrifin fara fram, þá á maður eftir að verða eldri, stærri og gagnrýnni. Þá er það líka að þótt "smáfólkið" sem skilur e.t.v. ekki boffs í skrifunum og veit einfaldlega ekki af þeim, - þá eru það hinir eldri sem lesa.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband