Ósóma, Ósama, Óbama, Braggi. Múhameð Barack Hússein Óbama.

Við ættum að geta verið sammála um að fordómar séu af hinu illa. Það því afleitt að fólk sé vænt um að vera með fordóma, þegar það einfaldlega hefur sína SKOÐUN, á mönnum og málefnum. Mjög margir nota orðið "fordóma" um álit sem e.t.v. er ekki viðtekið. Fordómar, eins og orðið segir, er það þegar við leggjum dóm á eitthvað sem við höfum ekki sannreynt = við dæmum fyrirfram.  Hafi maður hins vegar kynnt sér málefnið og sé enn (sem áður?) á móti því, þá hefur maður hina eða þessa skoðun á málinu, - ekki lengur FORdóma.

Þarna náði málfarsfasisminn tökum á mér svo að ég fór út af sporinu.

Fordómar eru hvað hættulegastir þegar þeir beinast að manni sjálfum, - eigin fordómar. Eitt besta dæmið um það er þegar fólk með e-a kvilla eða sjúkdóma finnst það verða að fara í felur með ástandið. Ofarlega á þeim lista er feluleikurinn með geðrænu vandamálin. Sé ég haldinn geðröskun, hvernig get ég þá ætlast til að samferðamenn mínir taki mér sem jafningja ef ég sjálfur fer í felur með ástandið og skammast mín fyrir það?

Kveikjan að þessum skrifum var sú að ég heyrði umfjöllun um "Barack og Clinton". Þá leyfði fólk sér að halda því fram að það væri ekki hægt að kjósa til forseta, mann sem héti bæði Mohammad og Hussein. Svo kemur "versta útgáfan", þ.e. eigin fordómar Obama sjálfs. Hann eða hans pótintátar héldu því leyndu í lengstu lög að hann bæri arabísk nöfn sem yfirleitt eru tengd áhangendum islam. Ekki kann fólk við að hengja á hann að hann sé "litaður". Það væri ekki frekar viðeigandi en að halda því fram að Hillary væri kona!

Ja, hérna. Við eigum þá e.t.v. eftir að veita í stöður (eða aftra frá þeim) eftir geðþótta foreldranna við nafngiftina! Davíð, algengt gyðinganafn, við stjórn seðlabanka, ætti þá vel við staðalmyndina um gyðingaaurapúkana. Ekki kæmi til greina að ráða nokkurn mann neins staðar, héti hann Adolf!!! Þá rynni nú á fólk tvær Grímur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ekki alveg komment á greinina.....en mannanafnanefnd er sú nefnd sem mig langar að sitja í...........

Hólmdís Hjartardóttir, 14.3.2008 kl. 12:45

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Allt í lagi ég skal skrifa ;athugasemd: famvegis

Hólmdís Hjartardóttir, 14.3.2008 kl. 12:46

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég er við það að hafa fordóma fyrir skoðunum.

Gerir það mig fordómafulla?

Bara svona vangavelta í aflvana ímyndun.

-Hættustig hvað?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.3.2008 kl. 01:34

4 Smámynd: Beturvitringur

HGE - -> Já. Efsta.

Beturvitringur, 19.3.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband