21.3.2008 | 00:25
Dæmum endilega Kóraninn án þess að þekkja hann, eins og sumir múslimar nýta sér hann til að kúga þá sem ekki kunna hann (oft ekki einu sinni að lesa)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Öfgatrúarmenn verða alltaf svo áberandi og ná einhvern veginn að stjórna í nafni trúarinnar. Ekki er nú betra öfsatrúarfólkið í biblíubeltinu i USA. Þessi múslimaumræða fer oft í taugarnar á mér vegna þess að svo mikið er alhæft. Auðvitað eru langflestir múslimar friðelskandi fólk. En ég nenni ekki að lesa Kóraninn fremur en Biblíuna. Er sjálf alveg trúlaus en reyni að virða trú annara.
Hólmdís Hjartardóttir, 21.3.2008 kl. 00:39
Mér finnst alveg sjálfsagt að nenna ekki að kynna sér eitthvað sem ekki vekur áhuga. Þú ert hvort eð er ekki að fjargviðrast yfir því heldur!
Beturvitringur, 21.3.2008 kl. 01:26
Ég er enn að reyna að finna kóraninn minn. Er alveg sannfærður um að ég eignaðist hann einhvern tíma. Óþægilegt.
Markús frá Djúpalæk, 24.3.2008 kl. 23:22
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Kóraninn er ekki stór bók, þ.e. ekki orðmörg. Væri kannski sneddí að kynna sér sitthvað sem við vitum ekki úr þessari góðu bók. Það er svo ömurlegt að gleypa ótuggið frá næsta manni eða fjölmiðli það sem um aðra er haldið fram (í þessu tilviki islam) Við dæmum fyrirfram = fordæmum. Myndum okkur frekar skoðun með því að kynna okkur efnið.
Víða á Netinu er að finna fróðleik um islam. T.d. á þessari slóð er m.a. allar (114?) "súrur" Kóransins að finna og ýmsar útskýringar og fræðsla um trúarbrögðin.http://en.wikipedia.org/wiki/Qur'an
Það er fullkomlega óviðeigandi að nota svo kæruleysislegt orðatiltæki um jafn grafalvarleg mál . . . en þeir sem verða svona óskaplega móðgaðir, særðir og niðurlægðir við það sem aðrir gera... eru einfaldlega að leita uppi eitthvað til að hafa "á" hina (það hét að snapa fighting)
Þeir hljóta að finna fróun í því að sjá hvernig farið er með Biblíuhetjurnar okkar sem rústaða húðflúrsrokkara t.d. Jesús Kristur Ofurguð? (flott rokksýning að mínu viti)
Sá óhugnaður þekkist nú að trúarhreyfingaforsprakkar hafi drepið allan söfnuðinn sinn, þ.m.t. börnin - ekki man ég að það hafi verið tekið fram að það tengdist islam.
Ég held við verðum að draga úr því að setja samasemmerki á milli trúarbragðanna og fólks sem þykist aðhyllast þau. Múhameðstrúarfólk er margt undur indælt fólk, og sennilega flest (þekki bara til fáeinna úr mannhafinu). En innanborðs eru líka geðveikir, ofbeldishneigðir ofstopamenn, sem svífast einskis til að ná fram sínum markmiðum, þótt þeirra raunveruleiki snerti hvergi okkar eigin.