Gott sjálfsálit er mikilvægt

Vinkona mín fór ásamt annarri í Bónus fyrir rúmri viku. Sú ætlaði að útbúa spennandi smárétti til að bjóða útlendum gestum. Hún vildi endilega kaupa hrútspunga, það væri eitthvað svo "ekta".

Hún fann ekki pungana góðu; hélt þeir væru e.t.v. ekki til sölu nema rétt um Þorrann en vildi samt ganga úr skugga um það.  Eftir skimun í allar áttir og flest skot Bónuss (í Kópavogi) sá hún loks mann í Bónus-treyju. 

"Eru ekki til hrútspungar?"  "Schorrí, da, njé, schlopf blash bla". Hún mátti svo sem vita að loks þegar maður finnur einhvern til aðstoðar, er sá í allflestum tilvikum útlendingur.

"HRÚTSPUNGAR!!!" sagði hún nú mjög skýrt og bara þetta eina orð, sá að ekki þýddi að gera flókna fyrirspurn. Aumingja maðurinn virtist hafa þó nokkra þjónustulund til að bera, horfði með fullri athygli í andlit spyrjandans, en spurnarsvipurinn gaf upp að hann skyldi ekki boffs. (Þvílík bjartsýni líka að reyna að spyrja útlending um svo lítt þekkta vörutegund)

Umrædd kona er ansi blátt áfram (vinkonan hafði fært sig aðeins frá, enda vön þrasi og stundum veseni hjá hinni) Konan reyndi einu sinni enn, sagði hátt og skýrt "hrútspungar" og benti í átt að fermingarbróður aumingja útlendingsins. "Ook, ook, OK, veit" svaraði hann og gekk ákveðnum skrefum burt frá þeim. Þær litu hvor á aðra og nokkuð ánægðar með að hún skyldi hafa notað hugmyndaflugið og látbragðið það listilega að hún hefði komið manninum í skilning.

Hann kom að vörmu spori, brosti fallega og rétti henni pakka af taðreyktum hrossabjúgum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 10.4.2008 kl. 01:58

2 Smámynd: Sporðdrekinn

 Þetta gæti verið frænka mín!

Sporðdrekinn, 10.4.2008 kl. 03:20

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég myndi segja að starfsmaður þessi hafi verið með sjálfsálitið í lagi

Markús frá Djúpalæk, 10.4.2008 kl. 12:24

4 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

lol

Emma Vilhjálmsdóttir, 13.4.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband