14.4.2008 | 00:10
Væru ekki flestir til í slíkt lífshlaup?
Næsta líf eftir Woody Allen
Í næsta lífi langar mig að lifa afturábak. Þá myndi maður byrja dauður, svo það væri frá. Eftir það vaknaði maður á elliheimili og liði betur með degi hverjum uns manni yrði hent út fyrir að vera of hraustur. Þá gæti maður farið heim og nýtt lífeyrinn. Svo þegar þú hæfir störf fengirðu gullúr og partý haldið á fyrsta degi.
Þá kæmi 40 ára vinnutímabil, þangað til þú ert orðinn nógu ungur til að njóta þess að hætta störfum.
Þú djammar, drekkur brennivín og sukkar svona almennt, þangað til þú verður tilbúinn fyrir framhaldsskólann. Næst færirðu í grunnskóla, nytir æskunnar,bernskunnar og leikjanna. Þú bærir enga ábyrgð, ekki heldur þegar þú ert orðinn ungbarn - þangað til þú fæðist.
Síðustu 9 nýturðu þess að fljóta um í umhverfi sem sæmdi lúxus heilsubaði, með jöfnum hita og allri þjónustu. Íverustaðurinn stækkaði með hverjum degi og Jibbí, þú endar allt sem dásamleg fullnæging!
Takist til þóknanlegrar meðferðar.
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Svona ætti lífið að vera. Miklu skemmtilegra að byrja á elliheimilinu.
Hólmdís Hjartardóttir, 14.4.2008 kl. 00:20
Sniðugt! Þetta hefur mér aldrei dottið í hug. Cool hugmynd!!!
Emma Vilhjálmsdóttir, 14.4.2008 kl. 00:31
Í næsta lífi langar mig að lifa afturábak.
En samviskan yfir öllu sem á daga okkar hefur drifið og aftur á bak ???????????? Það væru ekki til þessi gen kæmu kannski við 5 ára aldurinn.
Alveg til í að lifa því lífi.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 14.4.2008 kl. 13:29
Nefródíta 15.4.2008 kl. 09:13
Þetta er náttúrlega bara snilld.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 18.4.2008 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.