Fyndið í smáskömmtum - svo kárnar gamanið

Mig langar ósegjanlega að stofna varnarlið íslenskunnar (hef sett nokkra valinkunna á lista, sem ég hef þó ekkert gert við ennþá, vantar framtakið).

Rás 2: (L. Bl?)              „Ætlarðu að neimdroppa?" (e. name drop) lauma nöfnum e-a til upplýsingar.

                                   „Það er ansi exótískt" að hafa þátttakanda frá S-Ameríku

Viðmælandi (ekki þáttargerðarmaður)     "Þeir eru með fullt af fólki undir sinni könnu"

RÚV: (Rúnar Snær)     „Teiserinn er ekki skaðlegur fyrir fólk með gangþráð"

Augl. í sjónvarpi:       Myndbönd:  „ ... sem unnið hefur til fjöldann allan af verðlaunum" (Atonement)

Augl. í sjónv.:              „Áttu óvænt von á gestum?" (Kötlu vöffludeig)

„Ég undra mig"/ ég undraði mig"

„Forsætisráðherra fór erlendis".

Ó.R. Grímsson:           „Þegar við erum að horfa til framtíðar"

Eignarfall á útleið?     „Vegna hækkun fasteignagjalda" - „Vegna lækkun gengisins"

Fjallað um sjúkling:    „ ... sendu sýni bæði austan hafs og vestan..."

I det hele tatt?            „Heilt í talið" - „Í það heila (tekið)" - „Heilt yfir" Þegar á heildina er litið

Fólk fjallar nokkuð um „deiliskipulag" sem á það til að valda deilum og verður þá í þeirra meðförum „deiluskipulag"

Að trúa eða ekki, e-u: „Ég var nú ekki að kaupa þetta" - „Hann keypti það alveg"

Að vera sáttur við viðurgjörning eða aðstæður:  „Ég er góður" - „Ég er fínn"

Óþolandi:                    "Hafðu góðan dag" - „Eigðu góða helgi"

Meira síðar.  Er rétt að byrja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Svona blogg líst mér vel á! Ég er líka áhugamanneskja um íslenskt mál og hef tekið mjög nærri mér meðferðina á því undanfarin ár - og áratugi.

Áfram með svona áminningar!

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.6.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þetta er fyndið og um leið hlægilegt. Áttu óvænt von á gestum! Hvernig má það vera!!! 

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 6.6.2008 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband