3.6.2008 | 21:07
Brekku-Björn eða Keikó hinn ofdekraði
Þá held ég að Keikó heitinn kjötbollukássa hafi fengið meiri umhyggju en Brekku-Björn.
Keiko með flugi, Elton John í afmæli, Grænlandsjökulsískubbar í fertugsafmælissnapsinn hjá danska krónprinsinum. Hlífið mér, öðru eins er nú eytt og spennt, eins og að tíma að "framselja" vegbréfslausan, óbólusettan ferðabjörn, á æfingu fyrir Ólympíuleika fjarstaddra.
Athugasemdir
Hefði þá ekki mátt innvígja hann í "þyrluliðið"?
Beturvitringur, 3.6.2008 kl. 22:53
VAR NOKKUÐ ANNAÐ Í STÖÐUNNI EN AÐ FELLA GREYIÐ??
Hólmdís Hjartardóttir, 3.6.2008 kl. 22:58
Ef e-ð hefði verið reynt og allt um þrotið. Úrræðaleysið og gusugangurinn bara alls ekki til eftirbreytni.
Haft hefur verið á orði að gikkglöðu gæjarnir hafi ekki getað beðið með hann titrandi, enda stoltir "veiðimenn" sem stilltu sér upp hjá (það munar litlu að ég skrifi "líkinu") skrokknum hins lífvana risa. Þeir voru eins og smápattar sem fannst þeir drýgt hafa dáð, þótt enginn annar sæi dáðina í verknaðinum.
Beturvitringur, 3.6.2008 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.