20.6.2008 | 02:05
Genetík fyrir tíma káranna
(Veit ekki hvort þetta passar betur undir "Menntun og skóli" eða "Spaugilegt")
Jamm, þetta var manni nú sett fyrir:
"Heilbrigð kona giftist heilbrigðum manni. Þau eiga fjölda afkomenda, sem eru allir andlega og líkamlega heilbrigðir. Bóndinn tekur síðan saman við konu, sem er andlegur fáráðlingur. Þau eignast einn son, sem er einnig fáráðlingur. Sonurinn á heilbrigða konu og með henni sjö börn, þar af fjóra fáráðlinga. Þegar fáráðlingarnir taka saman við fáráðlinga (sem tíðast er) og geta börn við þeim, kastar tólfunum. Af 11 börnum þannig til komnum í fjórða ættlið eru t.d. 10 fáráðlingar. Andlegur fáráðlingsháttur er svo ættgengur, að sé annað foreldri fáviti, má gera ráð fyrir, að helmingur barnanna verði fávitar, en séu báðir foreldrar andlega miður sín, er hending, ef nokkurt barnanna verður með fullu viti." (bls.17)
Kristín Ólafsdóttir 1955. Heilsufræði handa húsmæðrum.Reykjavík, Ísafoldarprentsmiðja hf.
_____________________________________
Einhverjir fengju nú hland fyrir hjartað nú á dögum, vegna orðavalsins. Maður sjálfur er öllu vanur enda vann ég á Fávitahælinu (og get sannað það með launamiðum!!! :)
Flokkur: Spaugilegt | Breytt 17.1.2012 kl. 22:42 | Facebook
Athugasemdir
dásamleg lesning.....og þetta er ekki svo gamalt!!!
Hólmdís Hjartardóttir, 20.6.2008 kl. 10:52
Nei, einmitt, Hólmdís... þetta er bara alls ekkert gamalt! Skrifað (gefið út) árið sem ég fæddist!
Þetta er mögnuð lesning... alveg mögnuð!
Lára Hanna Einarsdóttir, 20.6.2008 kl. 22:54
Þetta er snilldartexti! Fáráðlingar og fávitar, yndislegt. Og dómharkan og kuldinn, enn yndislegra. Þá var ekkert sem hét pólitísk rétthugsun, bara bent á hið augljósa. Snilld, snilld, snilld.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 23.6.2008 kl. 05:21
Ehemm... Hólmdís... Er búið að koma upp um Beturviting?
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 23.6.2008 kl. 05:23
nei, æ, ég sé það nú, Hólmdís er sú sem skrifaði síðustu athugasemd. Jæja, ég hélt í smá stund...
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 23.6.2008 kl. 05:28
Nei ég er ekki Beturvitringur
Hólmdís Hjartardóttir, 23.6.2008 kl. 21:00
Heyrðu mig nú SOrri, ég hélt ég hefði sent þér upplýsingar um mig þegar við gerðumst "vinir". Ef ekki viltu þá vera vænn og senda mér netfang, finn hvorki það né gestabók hjá þér. Vinir verða að hafa lágmarksupplýsingar hverjir um aðra.
Beturvitringur, 24.6.2008 kl. 00:31
Orðanotkunin og fordómarnir eru sannarlega ekkert í felum þarna.
Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2008 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.