28.6.2008 | 04:16
Loksins eitthvað hræódýrt hér á landi - bloggmiðlun : )
Sá um daginn í færslu Hólmdísar en hún hafði komið við í "Ríkinu" og gert góð kaup?! (ímyndaði mér að það hlyti þá að vera jarðskjálftaútsala)
Þetta reyndist þá vera sjoppan "Ríkið" (eftir gömlu áfengisútsölunni á Snorrabrautinni sem var þarna til húsa). Þar er þá útsala á myndbandsspólum og í orðsins fyllstu "allt á að seljast". Nú eru diskar orðnir allsráðandi svo spólur fást fyrir lítið. Þarna er því mýgrútur af algerlega ónotuðum spólum (aukaeintök) auk notaðra.
Ég er mikill glápari og á ekki diskaspilara svo ég skellti mér líka í Ríkið. Keypti spólur á 100 kall stykkið. Safnaraeðlið tók sig upp og ég keypti 21 spólu!!! Sem er ca gjald fyrir 2 í bíó.
Þarf því ekki að treysta á lélega sjónvarpsdagskrá í sumar og hef heilan lager í hraglandanum í vetur.
Næst var að tæla e-n annan veiklyndan, svo ég fór með skyldmenni og þar bættust 10 stk við. Nú erum við komin með fjölskylduvideóleigu sem við köllum famgiro; allir mega sjá allt eins oft og þeir vilja og lána svo áfram.
MÉR FANNST ÓMÖGULEGT ANNAÐ AÐ LÁTA FLEIRI VITA, væru þeir svipaðs sinnis og ég!
Ha, ha, fór að hugsa. En, nei, ég er ekki á prósentum!!
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Athugasemdir
einmitt....meðan gömlu videotækin virka ennþá er þna hægt að kaupa ódýra afþreyingu.....svo seljum við þetta á 300kall stykkið í Kolaportinu og stórgræðum
Hólmdís Hjartardóttir, 28.6.2008 kl. 09:45
Ha, ha, ha. Bissness ess júsjúal. Reyndar heyrði ég að í Kolap. kostuðu þær jafnvel 400kall.
Beturvitringur, 28.6.2008 kl. 10:28
Valgeir Heiðar Sveinsson, vinur minn, hann er á því að VHS sé miklu betra en þetta DVD dót. Enda er DVD ið á útleið. Ef sagan er góð, skiptir ekki máli hvort hún er af spólu eða diski.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 1.7.2008 kl. 15:40
Það er ekki að spyrja að æðibunuganginum í vestrænum heimi (Íslendingar ofarlega á lista)
DVD. Ætli ég verði nokkuð búin að kaupa mér tæki áður en þeir fjara út.
CD. Nú sækir vinyllinn á, að nýju. Gott að ég á ennþá spilarann og nýbúin að kaupa mér formagnara (held ég að heiti) svo hægt sé að nota "nýju" græjurnar sem gerðu ekki ráð fyrir spilurum. Við Gísli minn á Uppsölum verðum bráðum í tízku aftur.
Beturvitringur, 1.7.2008 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.