Brjálæðinga og dópista í Gúlagið

Gat ekki gert upp á milli ofangreindrar fyrirsagnar og:

"Það á að hengja og skjóta þá helvítis þrjóta" 

... en svona er oft talað um fólk með geðræna sjúkdóma og þá sem hafa fest í gildru (ólöglegra) vímuefna.

Kveikjan að þessum pistli er upphlaup fólks vegna fyrirhugaðs sambýlis / athvarfs eiturlyfjafíkla eftir afeitrun og hugarfarsmeðferð á viðeigandi stofnunum / meðferðarstofnun.

Mér finnst meiri ástæða til að óttast og forðast eiturlyfjafíkla sem eru í neyslu. Þá sem ógna lífi, heilsu og veraldlegum eigum samborgara sinna. Minni hætta af fólki sem hefur haft styrk til að reyna að koma sér útúr eymdar- og afbrotalífi.

Ég hef haft afskipti vegna útúr dópaðra innbrotsþjófa og vildi óska þess að þeir hefðu verið búnir að fara í meðferð og væru að "taka til" í lífi sínu í athvarfi fyrir fíkla í bata.

Það er líka þyngra en tárum taki að finna fordóma og þekkingarskort þeirra sem vilja ekki hafa "einhverja geðsjúkinga" í hverfinu.  Þótt einhver hafi orðið (og verið) veikur á geði, þýðir það ekki að hann sé og verði veikur það sem eftir er.

Margir þekkja frunsu (herpes simplex). Til skýringar líki ég henni saman við veikindi á geði. Þótt maður fái frunsu, og það e.t.v. oftar en einu sinni á ævinni, ÞÝÐIR ÞAÐ EKKI AÐ MAÐUR SÉ OG VERÐI MEÐ FRUNSU TIL DAUÐADAGS. Ekki kvef heldur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góð.....en það er alltaf svona ef opna á eitthvert sambýli.  Þjóðin er fordómafull

Hólmdís Hjartardóttir, 5.7.2008 kl. 02:48

2 Smámynd: Beturvitringur

Já, rétt er það SHM að innan kerfisins eru síst minni fordómar. En kannski það allra erfiðasta er að hinir veiku sjálfir eru með bullandi fordóma. Ekki það að ég lái þeim, en virkilega hamlandi. Árni Tryggvason og margir fleiri (verða að vera frægir af góðu) hafa skrúfað heilmikið fyrir fordómana.

Beturvitringur, 7.7.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband