20.7.2008 | 04:41
HOMMAR og heilög RITNING
Það er sennilega að bera í bakkafullan lækinn að impra enn einu sinni á þessu margumfjallaða málefni. Mér er bara ómögulegt að skilja homma og lesbíur varðandi ásókn í að fá "hjóna"-vígslu staðfesta kirkjunnar klerkum.
Samkynhneigðir eru hreint ekki fyrir mér á neinn máta og ég unni þeim alls hins besta eins og öðru fólki og finnst eðlileg löngun þeirra til að fá blessaða framtíð sína og kærleika.
Það sem vefst fyrir mér er þessi þörf fyrir að eiga eitthvað undir trúarkennisetningu sem byggir einmitt á Biflíunni.
Biflían er undirstaða kristinnar kirkju og þeir sem afneita hinni helgu bók geta þess vegna eiginlega ekki kallað sig sannkristna.
Að vísu eru lögmál í Gamla testamentinu sem afnumin eru með "lögmáli hinu nýja". Ekki kann ég Bókina nógu vel til að geta haft á reiðum höndum tilvitnanir við sérhvert tilefni en hitt veit ég að í henni er samkynhneigð fordæmd.
Setjum svo að maður taki saman við konu með annan hörundslit. Þar sem þau langar að giftast, byggir trúin á trúarriti sem fordæmir giftingar hvítra og þeldökkra. Færu þau að berjast fyrir því að fá samt að ganga í heilagt hjónaband hjá þessum trúarbrögðum?
Hvers vegna vilja samkynhneigðir fá blessun og/eða vígslu hjá kirkjudeild sem byggir á bók sem fordæmir þá??? Mér gersamlega hulin ráðgáta!!!
homo: úr grísku, "samur" / "sam" Þannig geta konur líka verið "homo" t.d. -sexual
Eytt hefur verið athugasemdum frá mér á bloggi en ég geri það ekki. Annarra skrif eru mér óviðkomandi þótt undir minni færslu séu.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 04:49 | Facebook
Athugasemdir
Ég held að þetta sé skattahagræðismál og líka að samkynhn. vilja fá að vera þar svo staðfest sé að þeir séu ekki verri en annað fólk.
Ég myndi aldrei eyða athugasemd frá þér.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 20.7.2008 kl. 14:48
Ástæðan getur varla verið skattahagræðing þar sem samkhn. mega staðfesta samvist og fá fjárhagsleg réttindi sem aðrir sambúar og/eða hjón.
Ef þau vilja fá að vera "eins og" annað fólk: "vilja fá að vera þar svo staðfest sé að þeir séu ekki verri en annað fólk".
Þá er ég komin í hring og spyr aftur. Af hverju vilja þau fá viðurkenningu samfélags (t.d. hin kristna kirkja) sem byggir á bók sem fordæmir þau?"
Beturvitringur, 20.7.2008 kl. 17:55
Beturvitringur minn góður, ég held að meðal samkynhneigðra séu trúaðir einstaklingar rétt eins og meðal gagnkynhneigðra. Það eru þessir einstaklingar sem vilja að hin íslenska Þjóðkirkja viðurkenni ást þeirra eins og annarra og ég er sammála þeim. Fulltrúar kirkjunnar halda því fram að þeir séu fulltrúar Guðs á Íslandi (eða það held ég ) og þeir eiga ekki að flokka fólk í gott og vont, velkomið og óvelkomið. Guð sér um það!
Ég deili því með þér að vera illa lesin í Biblíunni en þykist þó vita að konur og karlar túlki ýmislegt í Biblíunni í takt við almenna þekkingu manna og viðhorf í sátt við tíðarandann, m.a. að konur skuli ekki þegja á samkomum. Ólíkt múslímum með Kóraninn á lofti þá hafa kristnir látið trú sína og túlkun á Biblíunni fylgja breyttum tíma, þótt Guð og Jesús séu þar enn í aðalhlutverkum. Hluti af því að túlka Biblíuna í takt við tíðarandann og almenna þekkingu manna er að hleypa samkynhneigðu fólki að. Ég held að það hafi bara einfaldlega gleymst og um að gera að galpopna dyrnar fyrir þeim hið allra fyrsta.
Hafðu það svo sem best og láttu þér líða vel þar til við heyrumst næst hér í athugasemdadálkinum, Vitringur minn góður! Díta
Nefródíta 20.7.2008 kl. 20:46
Hæ, hó kæra Díta (*_*) Get eiginlega skrifað "ditto" undir allan þinn texta... ... EN eftir sem áður stendur spurning mín: Hvers vegna sækjast þau af eldmóði eftir að fá vígslu í söfnuð sem túlkar trúargrundvöllinn/Biflíuna enn með þeim hætti að hegðun samkynhneigðra sé óguðleg - (þ.e. skv. túlkun) Ekki sæktist ég eftir að ganga í "klúbb" sem ég gæti hugsað mér að vera í, ef félagar vildu ekkert með mig hafa. Hvort sem ég er nú samkynhneigður eða "kynvís" ha ha, þá hef ég guð minn eftir mínu höfði og eftir því sem mér hefði tekist að tileinka mér... Hafi e-r "trúbræðra" eitthvað við það að athuga, gengi ég ekki á eftir þeim. Sama hvort litið er á trúargrunninn eða túlkun hans. Hvað um þetta? (ég er í ham!) Ekki samt Abraham
Beturvitringur, 20.7.2008 kl. 22:35
Ég er eiginlega nokkuð sammála þessu, ef ég væri samkynhneigður væri ég hálf pirraður út í kirkju sem segði að ég og lífsmáti minn væri syndsamlegur og ég myndi ekkert vilja með þá kirkju hafa. Eg er hins vegar hvorki samkynhneigður og sem betur fer vita trúlaus og þarf því litlar áhyggjur að hafa af þessu.
Hins vegar er áhugavert sem sumir biblíugrúskarar og sagnfræðingar hafa bent á og það er hvaðan þetta bann við samkynhneigð er komið. Það var víst þannig að sumir herir á þessum tíma höfðu þann vana að nauðga óvinahermönnum sem voru herfangar þeirra. Klásan í biblíunni sem bannar samkynhneigð er af mörgum talin hafa verið sett þar inn til að berjast gegn þessari iðju.
Jón Grétar Sigurjónsson, 21.7.2008 kl. 00:44
Takk fyrir þetta JGS. Þetta er merkilegt, - skiljanlegt og rökrétt! Hvernig væri þá að "Biflíutúlkar" færðu okkur "sanninn" um þetta. Ekki er Biflíuþekking mín nógu víðfeðm til að vita svona. Gæti sannarlega verið upphafið.
Það er eins og "kenning" mín um bann við t.d. svínakjötsáti. Held að "öldungarnir" hafi haft grun/vitneskju um að það kjöt væri líklegast til að innihalda ýmis sníkjudýr (tríkínur?) og fleira. Það hefði ekki þýtt að segja fátæku og soltnu fólki að halda sig frá því, EN... væri skipunin frá Guði komin hlýddu allir.
Sjávardýra t.d. krabba, humars og alls "sem ekki hefur ugga" var bannað að neyta. Þeir hafa bara "fattað" það sama með þessa fæðu. Þessi kvikindi lífa við botninn og éta skítinn úr dýrum í efri lögunum. Klárir karlar sem létu sem guð hefði heimtað þetta, hí hí
Beturvitringur, 21.7.2008 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.