Mannanöfn fyrr og nú - hjálpi mér himnarnir! 1:4

Þessi færsla bloggvinar míns minntu mig á hvað ég á þrælskemmtilega lista yfir mannanöfn sem ég safnaði í vinnu minni fyrir ca 35 árum. Þau eru öll fengin úr kirkjubókum. 

Gæti ekki verið meira sammála um óbragð af sumum nöfnum sem hreinlega er klínt á sum krakkagrey, án þess að þau fái nokkru um það ráðið og foreldrarnir hafa hvorki ráð eða rænu til að skammast sín fyrir.

 

Nafnalisti-karlar-1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þetta er ljómandi góður listi. Einhvernvegin er það svo að manni finnst nöfnin sem maður kannast við ekkert sérstaklega skrítin. Skrifaði hjá mér nöfn sem ég kannaðist við og þau voru 28 þar á meðal nöfnin Hróar, Jason, Karvel, Reimar, Steinbjörn og Þiðrik sem finnst bara ekki vera nokkurn hlut skrítin.

Sæmundur Bjarnason, 24.7.2008 kl. 20:47

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Og Steinmóður og Dýrmundur.  Að ég gleymi ekki Kýrunni frá Kýrunnarstöðum. Gaman að þessu. Vestfirðingar eru verstir í nafngiftum

Hólmdís Hjartardóttir, 24.7.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Beturvitringur

SB. Já, nei, þetta skil ég, þegar maður er búinn að vera skrýtinn lengi, finnst engum það neitt athugavert, þannig lagað

Ég velti fyrir mér hvort karlmannsnafnið "Bambi" eigi eftir að lenda á slíkum lista

Beturvitringur, 24.7.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Skemmtilegur listi, kæri beturvitringur. Ekki skemmir heldur ritvélarútlitið... vekur upp minningar.

Hilaríus Trjámann... hamingjan sanna! Taktu frá pláss fyrir Bamba, ég held að það nafn hafi nú þegar verið samþykkt.

Emil Örn Kristjánsson, 24.7.2008 kl. 23:44

5 Smámynd: Beturvitringur

Já, ég fékk þær upplýsingar hjá Mannanafnanefnd, "Bambi" er samþykkt.

Hugsið ykkur ef forsætisráðherra framtíðarinnar héti BAMBI. Það er reyndar margt (verra) skrýtnara en það. Kannski er maður bara svona forpokaður en satt að segja finn ég til með börnum/fólki sem þarf að burðast með hjárænulegt eiginnafn.

Kona ein vildi aldrei segja mér nafnið sitt; kynnti sig með "gælunafni". Þegar ég hafði gengið á hana með góðu (og illu?) sagðist hún alltaf hafa fyrirvarið sig fyrir nafnið sitt, sem var nú ekki ljótara en "Hugljúf". Hún sagði þetta bara ekki vera nafn, heldur lýsingarorð.

Beturvitringur, 24.7.2008 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband