2.8.2008 | 18:08
Frekar óvenjuleg mannanöfn - framhald > Konur (3:4)
Rafney | Sveinrós | Tvö eða fleiri nöfn |
Rafnhildur | Sveinveig | Alma Söfrína |
Randíður | Svíalín | Bentína Mekenía |
Reynhildur | Sæma | Bergljót Njóla |
Róbjörg | Teitný | Blædís Dögg |
Rósenilja | Tómína | Dómhildur Olga Aldarrós |
Rósey | Tryggveig | Eiðný Hilma |
Rósfríð | Undína | Gríma Lalla |
Rósída | Úlfhildur | Iða Brá |
Rósinkransa | Úlfrún | Ingunn Vínvaldína |
Rúfía | Vagnbjörg | Ísafold Véfreyja |
Runveldur | Vagnborg | Íshildur Þrá |
Sabína | Vagnfríður | Jensína Hróbjört |
Salma | Vaka | Lillý Lofthæna |
Salmagnía | Valey | Lonney Hilma |
Septemborg | Véfreyja | Mikaelína Arí |
Siglín | Vélaug | Salgerður Sveina |
Sigurfljóð | Veróníka | Steingerður Védís |
Sigurðhelga | Vígdögg | Sturlína Petrína |
Sigurlilja | Vilfríður | Sveinfríður Horselía |
Sigurunn | Vordís | Sæbjörg Esja |
Silfa (Silfá) | Xenía | Sædís Austan |
Skúlína | Yrssa | Þorláksína Sigurbjörg |
Snjála | Þjóðbraut | Ögn Marta (1956) |
Snorra | Þórvé | |
Sólbjört | Þórvildur | Með föðurnöfnum |
Sólbrún | Ögmunda | Feldís Felixdóttir |
Sóllilja | Ölrún | Svíalín Salmannsdóttir |
Sólmánía | Ölveig | Vagnfríður Vagnsdóttir |
Styrgerður | Ölvína | Merzíana Marzellíusdóttir |
Sumarrós | Öndís | Tormóna Ebeneserdóttir |
Sveininborg | Örbrún | Hippolithe Jónsdóttir (18.öld) |
Safnað hjá Erfðafrn.HÍ 1971-1975. Heimild: Kirkjubækur |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvar er Orka? Dætur mínar heita Urður og Hörn.
Hólmdís Hjartardóttir, 2.8.2008 kl. 22:13
Gott þú fattaðir að þetta er bloggið: "Gerum grín að fjölskyldu Dúu" He, he nú náði ég mér niðri á þér og spældi heila ættarmótið.
Ég verð að hryggja þig með því að ég gat ekki komið allri fjölskyldunni þinni á lista. Á síðasta listanum, sem birtist fljótlega, er ekki að finna Eggrúnu, en "Eggþóra" er þar. Dugar það?
Ástarkveðjur, ljúfust kvenna og takk fyrir heimsóknina : )
Beturvitringur, 3.8.2008 kl. 00:53
Hólmdís, ég held að þessi mannanöfn sem þú nefnir séu "nýrri" tíma...
Urður, Verðandi og Skuld voru auðvitað yfir sín hugtök en ekki fyrr en síðar sem mannanöfn (giska ég á)
Listinn minn er að mestu frá eldri tíma og valin að eigin geðþótta, - það sem mér fannst sérkennilegt í "den" (1975...)
Beturvitringur, 3.8.2008 kl. 00:58
Sum nöfnin eru bara verulega falleg. Randíður, Sigurfljóð, Úlfhildur. Ekki
dónaleg nöfn. Tvínefnin eru síðri. Gaman að þessu.
Sæmundur Bjarnason 3.8.2008 kl. 14:53
Athugasemd:
Heheheh mjög merkilega grein, en ég skal segja þér að ég hef þekkt og
þekki enn konur sem heita sumum þessa nafna. Svosem Rafnhildur, þær eru til
fleiri en ein og fleiri en tvær. Rósfríði þekki ég vel, nokkrum árum yngri
en ég. Sigurhelgu þekki ég vel, hún býr á Siglufirði. Ég rétt man eftr
Sigurfljóðu gömlu, hún var ljósmóðir í Höfðahverfi.Skúlínu man ég eftir en
bara sem gamalli konu. Stuttu áður en hún dó. Hún á alla vega tvær nöfnurBumba 3.8.2008 kl. 14:55
Hólmdís Hjartardóttir 3.8.2008 kl. 14:57
Ekki nafnafátæktin hér.
ég hef oft haft áhyggjur af nafnafátækt í íslensku en þetta gefur mér von
besta 3.8.2008 kl. 14:59
Skrambinn sjálfur. Ég biðst afsökunar á að hafa birt þetta AFTUR. Ætlaði bara að lagfæra uppröðunina en hef farið rangt að; kunni þetta ekki.
Beturvitringur, 3.8.2008 kl. 22:22
Halló. Gaman að sjá þessi nöfn. Sum þekki ég og önnur ekki eins og gefur að skilja. Sumarrós er algengt á Ólafsfirði. Vígdögg þekki ég, vann með henni, og einnig Vilfríði, frænka mín. Styrgerður vinkona mín býr í Hafarfirði og Sigurhelga (vantar ð í þá version) býr á Siglufirði. Hvernig finnst þér þá Ísey Dísa, býr á Grenivík held ég. Mæðgurnar Þorfinna og Jörgína, yndislegar, konur, því miður lifir Þorfinna ekki lengur. Hún var systir Sigurhelgu. Það voru mörg sérstök nöfn á Ólafsfirði bæði manna og kvenna. Þiðrandi, Árni Nýsbet, Nývarð, Sölvina, og fl. og fl. Með beztu kveðju.
Bumba, 5.8.2008 kl. 00:08
Afar skemmtileg lesning.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 6.8.2008 kl. 18:28
Ég kannast við eina sem heitir Iða Brá
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.8.2008 kl. 03:00
Já, Iða Brá hélt ég að væri seinni tíma nafngift, eiginlega bara sossum nýleg. Þekki líka eina. Vildi bara ekki taka neitt útaf listanum sem ég safnaði á, fyrir ca 35 árum.
Beturvitringur, 10.8.2008 kl. 13:08
Gaman að þessu. Á listunum þínum koma fyrir ýmis nöfn sem maður man eftir að hafa heyrt minnst á í sveitinni.
Mig langar til að minnast aðeins á að "nöfnin Silva, Silfa, Silfá, Silvía og Sylvía eru dregin af latneska orðinu silva sem þýðir skógur og teljast öll vera sama nafnið í mismunandi ritmynd" samkvæmt mannanafnanefnd en ég stóð í bréfaskriftum við þá út af einu þessara nafna sem dóttir mín ber í dag.
Ég hefði reyndar viljað sjá nafnið Etilríður á lista hjá þér en ein af formæðrum mínum bar það nafn.
Ertu svo með samskonar lista með karlmannsnöfnum?
Ísdrottningin, 7.9.2008 kl. 14:28
Sæl drottning og velkomin á mína lítilmótlegu síðu (sýndarlítillæti :)
Kannski höfum við ekkert unnið með þær kirkjubækur sem sum annarra skrítinna nafna voru skrifuð í. Skrifaði bara hjá mér það sem ég rakst á. Sum nöfnin eru alveg komin útí kuldann og önnur eru "ekkert skrýtin lengur"
Kem e.t.v. bráðum með bráðskemmtilegan "samtímanafnalista" og sagt get ég þér að ekki eru sum þeirra minna skrýtin fyrir suma, bara öðruvísi skrýtin.
Beturvitringur, 7.9.2008 kl. 17:06
Það er ekki hægt að skoða listana, upp kemur síða með eftirfarandi: "Þú þarft að vera skráð(ur) inn sem notandinn ylhyra til að geta notað þessa síðu"
Ísdrottningin, 8.9.2008 kl. 11:30
hmm 1
hohömm 2
nú er að finna út hvernig ég á að eyða þessu rugli. gott og vel þetta var í byrjun ágúst, rétt á undan kvennanöfnum.
Þarf að læra betur. Það tekst fyrir rest. Fyrirgefðu tímaþjófnaðinn
Beturvitringur, 8.9.2008 kl. 13:08
Allt í góðu, enginn skaði skeður. Enginn verður óbarinn biskup
Ísdrottningin, 8.9.2008 kl. 15:47
Frændi minn hét einnig Millenberg og frænkur vinkonu minnar heitir Mábil Þöll og Aldrei Sarí
Anna Gísladóttir 22.9.2008 kl. 16:10
AG, vá, þarna slóstu mér eiginlega við" Hef séð Þöll. En hét/heitir konan "Aldrei"?
Beturvitringur, 22.9.2008 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.