Kynþáttahatarar og trúarbragðaofsækjendur

Þetta er fólk oft kallað að ósekju, svo sennilega lendi ég í þeirri þró. Reyndar virðast fæstir aðgreina þetta tvennt og kalla bara alla "rasista" (hefur hreint ekki neitt með trúarbrögð að gera, en rase d. eða race e. þýðir einfaldlega kynþáttur).

flóttamaðurinn náðist

Kveikja:  Áhlaup gert á húsnæði útlendinga. Uppi fótur og fit. Lögreglan fordæmd. Fólkið mótmælir, m.a. með hungurverkfalli. Almenningur hneykslast á því að fólkið skyldi vera vakið eldsnemma og sumir verið á nærklæðum einum, fengið lögguna "inná" sig og þurft að láta e-ð af eigum sínum af hendi; hafi verið niðurlægt á ýmsan hátt.

Vangaveltur: Af hverju gert áhlaup? Jú, vitað var að e-r íbúanna hefðu brotið lög og reglur. E.t.v. aðeins vitað um e-a ákveðna (einn eða tvo?) en allt eins líklegt að e-r fleiri hefðu e-ð að fela.

Aðgerðaleysi: Hvernig væri umræðan / viðhorfið ef lögreglan hefði kurteislega boðað komu sína á "eðlilegum" fótaferðatíma? Tekið svo viðtöl við hvern og einn, skipulega. Gæti hvinið í e-m. Ég hefði a.m.k. hneykslast á fávitahætti löggunnar þegar upp hefði komist að brotnir pottar hafi leynst ansi víða. Sauðir! Hvað eru þessir hálfvitar að hugsa! Örugglega ekki neitt!

Niðurlæging: Mér þykir niðurlægingin aðeins hjá þeim brotlegu sem upp um komst! Hitt er að sönnu ömurlega óþægilegt og þreytandi að láta tæta allt hjá sér af því að e-r annar er sekur.Sýrlenskur vörður

Öryggis - niðurlæging: Hvað eru margir flugfarþegar með vökva til sprengjugerðar í handfarangrinum, eða önnur vítistæki? Sennilega afar fáir, en það hefur þó gerst; þeim rænt eða þaðan af verra.  Samt er leitað í ÖLLUM handfarangri. Maður verður fúll, ef ekki snakillur, þegar hella þarf niður Svalanum úr pela barnsins, maður látinn henda naglaklippunum sínum, látinn fara úr skóm og jakka. Rífa af sér beltið, skartgripi og mynt og SAMT baular viðvörunarbjallan (um að maður gæti verið í Al Kaída) þótt maður sé sárasaklaus af öðru en því að vera með varahlut í mjöðminni.

Hverjum þykir ekki óþægilegt (sumum niðurlægjandi) að þurfa að láta taka ljósmynd af sér og fingrafar. Stundum sýnis manni jafnvel að vörðurinn sé að leita að andlitsdráttum sem komið gæti upp um ill áform manns.  Það er allt að því ógnvekjandi að vera dreginn afsíðis með vopnuðum verði, til að láta þukla á sér og leita.

Fyrir hverja:   Flest látum við þetta yfir okkur ganga. Fyrst og fremst vegna þess að þessir verðir sjá um að tryggja öryggi okkar eins og best verður á kosið. Reyndar hefur maður orðið vitni að n.k. "kasti" hjá farþega.  Manni finnst samt að stundum sé of langt gengið í hörku, en ekki veit maður við hvers konar fólk þetta starfsfólk hefur þurft að eiga við.

Eitt yfir alla:  Þrátt fyrir lítið framboð á flugræningjum og óyndismönnum s.s. í flugvélum þá verður eitt yfir alla að ganga. Það er ekki vitað hver er hvurs eða hvenær svo við lendum öll í þessari svokallaðri niðurlægingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta ekki vera spurning um óþægindi. Eru hælisleitendur fangar ?? Er þetta spurning um friðhelgi einkalífsins, eða afsala þeir sér almennum mannréttindum þegar þeir verða hælisleitendur.

Þegar þú kýst að ferðast þá er það val, þú veist hverjar reglurnar eru og þú velur að láta það yfir þig ganga til að fara með flugvél. Þú gætir sleppt því, og þú ert ekki staddur á heimili þínu,  sá er munurinn. 

Katala 15.9.2008 kl. 06:54

2 identicon

Það læðist að mér sá grunur að margir þeirra sem hafa gagnrýnt lögregluna og Útlendingastofu fyrir að fara inn í hýbýli hælisleitenda séu að fá útrás fyrir andúð sína á hinu opinbera almennt. Reynist það vera rétt þá skiptir engu máli hvernig málið er lagt upp.

Sumir gagnrýna að farið hafi verið inn hjá öllum en ekki bara sumum, án þess að þekkja málið til hlítar. Þau einu sem þekkja alla hliðar málsins eru þau sem óskuðu eftir dómsúrskurði og síðan dómarinn sem veitti heimildina til að fara inn í hýbýli hælisleitenda. En sumt fólk telur sig ekki þurfa að þekkja mál til að geta gagnrýnt: Þeim nægir að fá tækifæri til að gagnrýna.

Aðrir gagnrýna að fundist hafi peningar hjá sumum hælisleitendanna og standa á öndinni yfir því hvort hælisleitandi megi ekki eiga peninga. Þá varðar ekkert um að skv. fréttum er fólkið búið að undirrita yfirlýsingu um að það geti ekki framfleitt sér. Vegna þess að þú varst að leika þér með tölur og meðaltöl þá veit ég að þú skilur hversu villandi það er að deila upphæðinni niður á alla hælisleitendur og láta líta út að um mun lægi upphæð sé að ræða en raunverulega er. 4ra manna fjölskylda er sögð hafa verið með 1 milljón og það er dágóð upphæð fyrir 4ra manna fjölskyldu sem segist ekki eina neitt.

Enn aðrir gagnrýna að hundar hafi verið með lögreglunni og láta að því liggja að þeim hafi verið ætlað að hræða fólkið. Hundarnir voru örugglega með vegna þess að þeim var ætla að þefa uppi eiturlyf.

Ýmsir hafa látið mjög ljót orð falla í gagnrýni sinni. Það er víst ekki sama hver er og ekki sama hver talar og þá stendur eftir að tilgangurinn helgar meðalið.

Nefródíta 15.9.2008 kl. 09:39

3 Smámynd: Beturvitringur

Ágæta Katala, ég hef e.t.v. ekki komið máli mínu nógu skýrt fram. Ef þú ert að vitna í myndina, þá var tilgangurinn að vísa til meðferðar sumra flóttamanna. Margir hafa gagnrýnt meðferð á hælisleitendum í Reykjanesbæ og lýst vanþóknun sinni á henni. Svo má reyndar líta á fólkið sem fanga, þar sem það er ekki frjálst ferða sinna, má ekki stunda vinnu og afsalar sér ýmsum réttindum. Veit ekki með mannréttindi, þekki ekki umfang þeirra.

Þá hefur líka verið e-ð óskýrt hjá mér þegar ég bar saman hælisleitendur og flugfarþega. Þú segir réttilega að farþegar hafi valið að fara, sem er í flestum tilvikum hárrétt.

Það sem ég var að reyna að segja var að ALLIR farþegar þurfi að lúta SÖMU meðferð, saklausir sem sekir... af því að EINHVER(jir) hafa grandað fólki og flugvélum.

Fréttir hafa verið fluttar af því að ALLIR hafi sætt SÖMU meðferð, sekir sem saklausir... af því að vitað þótti að EINHVER(jir) í hópnum hefðu brotið af sér.

Vonandi kom ég þessu rétt "útúr" mér að þessu sinni

Beturvitringur, 15.9.2008 kl. 13:01

4 Smámynd: Beturvitringur

Takk Hallgerður, gott að fá það leiðrétt. Nóg er um slúður og ranghugmyndir. Þarna hef ég líka trúað "almannarómi".  Sumir tauta og hneykslast og gera ekkert annað en aðrir, þ.m.t. þú, lætur þó "sökudólginn"   vita.

Beturvitringur, 16.9.2008 kl. 09:16

5 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Allir eru jafnir fyrir lögum og hælisleitendur eru ekki undanskyldir. Því verða þeir einnig að taka þeim kostum og (meintum) göllum þess að búa í réttarríki.

Emil Örn Kristjánsson, 16.9.2008 kl. 14:33

6 Smámynd: Beturvitringur

Takk fyrir að styrkja egóið mitt. Hélt virkilega að ég væri að breytast í rasista, - ef ekki nasista :)

Beturvitringur, 16.9.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband