Alls EKKI FYNDIÐ, bara svo afbragðsVEL gert

Margir hafa eflaust séð þetta eða heyrt. Ekki flokka ég þetta einu sinni undir 'tragikómedíu' hugsanlega frekar sem kómíska tragedíu.  Held að höfundurinn, Hallgrímur Helgason, hafi lesið þetta upp í "Kiljunni". Hvað með það, sjaldan er gott Visakort of oft strokið.

Ísland er stjórnlaust, því enginn því stjórnar
Ísland er fleki af dýrustu gerð
Ísland er landið sem Flokkurinn fórnar
Ísland á reki í sjónum þú sérð

 

Ísland í forsetans orðanna skrúði
Ísland sem bankana auðmönnum gaf
Ísland sem sonanna afrekum trúði
Ísland er land sem á verðinum svaf

 

Íslensk er þjóðin sem allt fyrir greiðir
Íslensk er krónan sem fellur hvern dag
Íslensk er höndin sem afvegaleiðir
Íslensk er trúin: "Það kemst allt í lag"

 

Íslensk er bjartsýna alheimskuvissan
um íslenskan sigur í sérhverri þraut
Íslensk er góðæris átveisluhryssan
sem íslenskan lepur nú kreppunnar graut

 

Ísland er landið sem öllu vill gleyma
sem Ísland á annarra hlut hefur gert
Íslenska þjóð, þér var ætlað að geyma
hið íslenska nafn sem þú hefur nú svert

 

Íslandi stýra nú altómir sjóðir
Ísland nú gengur við betlandi staf
að Íslandi sækja nú alls konar þjóðir
Ísland er sokkið í skuldanna haf

 
Höf: Hallgrímur Helgasson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hann Hallgrímur fór vel með þetta í Kiljunni í gær.  Ljóðið hans er alveg frábært og lýsir tíðarandanum hérna núna.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.11.2008 kl. 01:39

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

frábært hjá kallinum

Hólmdís Hjartardóttir, 21.11.2008 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband