Mega ekki lækka launin sín

Krakkagreyin langar svo að fá að lækka launin sín en mega það bara ekki. Ansans Crying . Ef mér væri svona í mun að lækka launin mín, segjum úr 104þús í 75þús en fengi ekki til þess leyfi, tæki ég eitthvað til bragðs.

Enginn gæti bannað mér að láta 29þús kallinn til góðs málefnis.  Hvernig væri að fólk tæki strax til bragðs að sameinast um góðgerðarfélög, t.d. skipta á milli þeirra. Nokkurs konar stjórnmála- og yfirvalda- pokasjóður. Eitthvað svo viðeigandi!

Dæmi:

Rauði krossinn

Barnaspítali Hringsins

Félag langveikra barna

Stígamót

Mæðrastyrksnefnd

Hjálpræðisherinn

Einstök börn

Hjálparstofnun kirkjunnar

Krabbameinsfélagið

Lauf

Blindrafélagið

Félag lamaðra og fatlaðra

SEM

Landsbjörg

Hjálparsveitirnar

Þetta er bara það sem ég man svona í fljótu bragði og ekki ætlunin að halla á nokkurt félag.

 

Svo má auðvitað stofna ölmusufélagið:  "Félag auðkýfinga undir tiltekinni innistæðu" FAUTI. Nú eða annað álíka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábær hugmynd fyrir þetta óheppna fólk sem fær launin sín ekki lækkuð.  Ég styð líka hugmynd þína um FAUTA félagið.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.12.2008 kl. 23:30

2 Smámynd: Beturvitringur

Þökkum stuðninginn. Undirbúningsnefndin.

Beturvitringur, 14.12.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband