21.12.2008 | 00:13
ÞUNGLYNDI fyrir jólin (jólablús) hugsanlega leið til betri líðanar
Flestallir þekkja á eigin skinni eða sinna nánustu, óyndi sem kemur stundum yfir mann á aðventu og um hátíðirnar. Allir reyna að finna ástæður og lækningu.
Fékk þessa grein senda, enda meðal þessara skrýtnu sem finna ekki gleði eða tilhlökkun. Ekki djúpt þunglyndi en deyfð, kvíða og einmanakennd.
Ég biðst velvirðingar á því að ég skuli ekki nenna að snara þessu á íslensku. Flestir geta kraflað sig í gegnum enskan texta, sérstaklega ef efnið er athyglisvert.
Það þarf fjandann varla að "trúa á" þetta og ekki kostar þetta mikla peninga (íslenskt lýsi m.a.) Fullkomlega þess virði að prófa. Getur tæplega gert illt. Í versta falli hjálpað uppá búkinn á annan hátt. Værsågod!
Holiday Depression and Christmas Crazies
I used to get Holiday Depression bigtime. I called it the Christmas crazies and it started around Thanksgiving with a vague feeling of anxiety and escalated through the month of December, reaching a crescendo of sadness and lethergy on Christmas Day. I always breathed a big sigh of relief on New Years Day. I thought it had to do with the emotional stress of Christmas but it turns out I was wrong.
A few months ago, I read that decreased Vitamin D due to less sunlight in the Northern Hemisphere actually might have something to do with my Christmas crazies. So at the beginning of November, I started taking 1000 milligrams of Vitamin D along with 1000 milligrams of fish oil and 1000 milligrams of vitamin C every day and the results have been amazing.
I know this is not scientific evidence, but this December I'm a different woman. I'm filled with energy and loving the hope and joy and traditions of the season. I look forward to the lights, candles, shopping and parties, not to mention the real joy and hope of the Christmas story. To think I thought all those years that I was an emotional basket case when it turns out I was just vitamin deficient.
I am so grateful and full of FaLaLa I can hardly bear it. Oh yes, and I am not selling anything and don't work for a vitamin company either. I'm just sharing what happened to me and wishing the whole world a happy healthy Holiday season.
Hello Christmas and Goodbye Bah Humbug.
Posted by pinkpackrat at 8:31 PM Dec. 18th 2008
Athugasemdir
Tek alltaf lýsi og er mikið jólabarn.....en þennan desember er ég örg út í ástandið
Hólmdís Hjartardóttir, 21.12.2008 kl. 00:17
Lýsi hef ég aldrei látið inn fyrir mínar varir Ekki einu sinni sem ungabarn Hjúkkan sem kom að heimsækja mömmu ætlaði nú að sýna henni hvernig gefa ætti ungabarni lýsi. Hjúkkan varð að játa sig sigraða, ekki kom hún dropa af þessum viðbjóðslega vökva inn fyrir mínar varir.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.12.2008 kl. 00:19
HH hvorki lýsi né vítamín hreinsar líðanina vegna ástandsins.
JKG Það er hið besta mál að purra lýsi útúr sér ef manni líður dægilega, andlega og líkamlega : )
Hinir létu EKKERT aftra sér til að líða betur. Drykkju lýsið gegnum nefið ef það væri til þess að lægja þennan hrikalega sársauka. Andlega- sem verður líkamlegur.
Beturvitringur, 21.12.2008 kl. 00:32
Kæri Beturvitringur, leidd að heyra að þú þjáist af þeyfð, kvíða og einmanakennd. Geturðu ekki reynt að ganga þetta úr þér?
Geturðu ekki þýtt greininga fyrir mig: Er svo ægilega léleg í ensku! Eins og jólasveinninn segir þá er það sálarbætandi að gera smáfuglunum greiða. Eða sagði hann þetta ekki? Jæja, það hefur þá verið pabbi hans!
Nefrótdíta 21.12.2008 kl. 00:52
leidd = leitt greininga = greinina
Vanda mig betur næst
Nefródíta 21.12.2008 kl. 00:54
Hei smá spurning vegna athugasemdar hjá mér um málfar. íslendingur er skrifað með litlum staf??? Er það ekki????
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.12.2008 kl. 01:15
Hæ aftur Jóna Kolbrún, ég skal kenna þér brellu til að muna þetta. Þetta á við allar þjóðir, tungumál, lýsingarorð og þjóðerni.
Ísland - stór stafur Íslendingur - stór stafur
íslenskur - lítill stafur íslenska - lítill stafur
Danmörk, Dani, danska, danskur
Spánn, Spánverji, spænska, spænskur
Brellan er að, psst... að sé "sk" í orðinu er EKKI stór stafur
Mér þykir vænt um að þú spyrjir. Held það hafi verið Konfúsíus sem sagði e-ð á þá leið "að betra væri að virðast kjánalegur í eina mínútu og spyrja, heldur en að spyrja aldrei og vera því kjánalegur alla ævi"
Nefródíta, sættirðu þig við útdrátt á íslensku?
Beturvitringur, 21.12.2008 kl. 02:19
Þakka þér fyrir. Ég var ekki viss á reglunni.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.12.2008 kl. 03:12
Jahá, Vitringur, ég kann svolítið-mikið í íslensku. Ætlarðu að vera svo sætur að þýða fyrir mig? Ef þú ert tímabundinn, Vitringur þá slepptu bara þýðingunni. Ég var eiginlega að athuga hvort þú værir ekki örugglega eins almenningur og ég held að þú sért.
Jóna Kolbrún, Vitringur er góður kennari, en undantekningin sem sannar regluna um sk er að Skoti (sk) er með stórum staf og skoskur (sk) með litlum staf. Landið heitir Ísland, þjóðin er kennd við landið og þess vegna er stór stafur, íslenska er lýsingarorð og íslenskur er líka lýsingarorð og þess vegna er lítill stafur. Svo eru hópar manna sem eru ekki þjóð og kenna sig þess vegna ekki við land og þeir eru skrifaðir með litlum staf, t.d. gyðingar og arabar.
Nefrótdíta 21.12.2008 kl. 03:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.