Vegna fjölda áskorana set ég hér KJARNA greinarinnar (1-2 báðu mig : ) á íslensku.
Greinarhöfundur, kona sem þjáðst hafði af slæmu þunglyndi (sem hún kallar frí/hátíða- þunglyndi) sem byrjaði tiltölulega vægt og stigmagnaðist uns þunglyndið náði hámarki á jóladag. Hún andaði léttar þegar árið var liðið. Hún hélt að þessi vanlíðan væri vegna streitu í kringum jólin en segir að hún hafi komist að því að hún hefði haft rangt fyrir sér.
Fyrir nokkru las hún um D-vítamín skort sem fólk á norðurhvelinu gæti orðið fyrir vegna þess að sólarljós væri af skornum skammti á þessum árstíma.
Eftir þetta fór hún að taka inn daglega, allt frá nóvemberbyrjun...
1000mg af D-vítamíni
1000mg af fiskiolíu (lýsi)
1000mg af C-vítamíni
og segir árangurinn ótrúlega góðan. Hún segist vel vita að þetta sé ekki vísindalega sannað, en hún sé allt önnur núna í desember. Hún segist glöð og ánægð með lífið sem aldrei fyrr. Njóti þess að vera til og finni til tilhlökkunar í stað kvíða.
Flestallir þekkja á eigin skinni eða sinna nánustu, óyndi sem kemur stundum yfir mann á aðventu og um hátíðirnar. Allir reyna að finna ástæður og lækningu.
Fékk þessa grein senda, enda meðal þessara skrýtnu sem finna ekki gleði eða tilhlökkun. Ekki djúpt þunglyndi en deyfð, kvíða og einmanakennd.
Ég biðst velvirðingar á því að ég skuli ekki nenna að snara þessu á íslensku. Flestir geta kraflað sig í gegnum enskan texta, sérstaklega ef efnið er athyglisvert.
Það þarf fjandann varla að "trúa á" þetta og ekki kostar þetta mikla peninga (íslenskt lýsi m.a.) Fullkomlega þess virði að prófa. Getur tæplega gert illt. Í versta falli hjálpað uppá búkinn á annan hátt. Værsågod!
Holiday Depression and Christmas Crazies
I used to get Holiday Depression bigtime. I called it the Christmas crazies and it started around Thanksgiving with a vague feeling of anxiety and escalated through the month of December, reaching a crescendo of sadness and lethergy on Christmas Day. I always breathed a big sigh of relief on New Years Day. I thought it had to do with the emotional stress of Christmas but it turns out I was wrong.
A few months ago, I read that decreased Vitamin D due to less sunlight in the Northern Hemisphere actually might have something to do with my Christmas crazies. So at the beginning of November, I started taking 1000 milligrams of Vitamin D along with 1000 milligrams of fish oil and 1000 milligrams of vitamin C every day and the results have been amazing.
I know this is not scientific evidence, but this December I'm a different woman. I'm filled with energy and loving the hope and joy and traditions of the season. I look forward to the lights, candles, shopping and parties, not to mention the real joy and hope of the Christmas story. To think I thought all those years that I was an emotional basket case when it turns out I was just vitamin deficient.
I am so grateful and full of FaLaLa I can hardly bear it. Oh yes, and I am not selling anything and don't work for a vitamin company either. I'm just sharing what happened to me and wishing the whole world a happy healthy Holiday season.
Hello Christmas and Goodbye Bah Humbug.
Posted by pinkpackrat at 8:31 PM Dec. 18th 2008
Athugasemdir
Ég ét svo mikið af smjöri að ég þarf ekki að drekka þennan ófögnuð. Lýsi er það versta sem ég veit. En ég er alltaf ótrúlega þreytt um jólin, vegna vinnunnar minnar. Það er brjálað að gera á barnum sem ég vinn á í desember, og ég vinn alltaf á þorláksmessu. Svo er ég með jólaboð á aðfangadagskvöld fyrir 30-40 manns. Þá er ég búin að vera í eldhúsinu síðan um hádegi. Elda, elda og elda meira.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.12.2008 kl. 03:22
Jóna Kolbrún hefur fullan rétt til að vera slöpp um jólin, það er ekki rétt að taka það af henni með lyfjagjöfum.
Ég fæ alltaf einhverja pest ef ég tek lýsi. Þetta er ekki grín.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.12.2008 kl. 07:30
Tek alltaf lýsi
Hólmdís Hjartardóttir, 22.12.2008 kl. 09:01
Abekat Sigurgeir, vítamín flokkast ekki undir LYF.
JKG, en D vítamín í öðru formi og C-vítamín. Annars er ég ekkert að gera þér upp eitthvert þunglyndi. Enda greinin hugsuð sem : Takist eftir þörfum. : )
Beturvitringur, 22.12.2008 kl. 12:34
Beturvitringur, það flýgur sú saga að Mbl. ætli að loka á bloggara sem blogga ekki undir sínu rétta nafni. Mig grunar, skil ekki af hverju, að þú heitir ekki Beturvitringur í þjóðskrá og óttast þess vegna að dagar þínir í bloggheimum séu senn taldir. Ég ætla því ekki að láta hjá líða, minn ágæti Vitringur, að þakka þér fyrir kynnin. Óska þér gleðilegra jóla og vona að lífið leiki við þig á nýju ári. Ef hr. eða frú Mbl. snýst hugur þá hittumst við hér enn á ný, en ef ekki þá finnst mér tilhlýðilegt að undirrita hér í fyrsta skipti mínu fulla nafni,
Nefródíta Seti, fyrsta eiginkona Ramsesar II Egyptalandsfaraóa 23.12.2008 kl. 00:38
ha ha ha gott að fá full og rétt nafn, þökk fyrir það : )
Ég heyrði þetta með nafnleysingjana en skildi það þannig að þeir gætu
EKKI bloggað við fréttir og
EKKI orðið forsíðubloggarar
sem hvorugt skiptir mig máli, en ef er eins og þú segir/heldur, þá bara fer maður að tala aftur við sjálfan sig. Alltaf gaman að spjalla við skemmtilegt fólk.
Beturvitringur, 23.12.2008 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.