23.12.2008 | 17:47
Vígi ímyndar heilsu og hreinleika fallið
Fór áðan í jólabaðið í lauginni. Þangað fer ég sossum næstum á hverjum degi, þótt ég virkilega ÞVOI mér ekki nema einu sinni á ári og bursti þá tennurnar í leiðinni.
Kem ég ekki inní flísalagt, hvítt anddyrið. Stílhreinn minimalisminn alltaf þægilegur á svona stöðum. Ekkert ryk, stórar og yfirleitt hreinar rúður. Fólk með blautt hár, ilmandi af sjampóum og líkamskremum eða öðrum ilmefnum. Klórlyktin finnst ekki en allt eitthvað svo hreint og ekkert sem hrærir sérstaklega við skilningarvitunum. Ekki þar fyrir að skilningarvitin í mér eru yfirleitt í fullkominni hvíld, jafnvel þegar reynt er á þau
Nema hvað (eins og konur segja stundum þegar þær hafa stoppað í frásögn; sjálfar sig eða af öðrum.) Þegar ég geng inn anddyrið sem áður er lýst, finn ég fljótlega að einhver hefur dáið. Datt strax í hug að nú hefði einhver hjartasjúklingurinn verið of lengi í pottunum. Nei, það gat varla verið. Þeir eru fiskaðir upp á kvöldin.
Þegar ég hafði gengið skrefin að afgreiðslunni voru nasirnar á mér orðnar örmjóar rifur.
"Ekki eruð ÞIÐ með skötu?"
"Ha, ha, ha, NEI, en fólk kemur hingað og það stígur skötufnyksstrókurinn uppaf því og fylgir því og verður eftir löngu eftir að það er farið framhjá"
"Ætlaði að segja það, sundlaug á að vera laus við fnyk. Vona bara að sjálf laugin sé ekki eins og skötusúpa"
"Nei, fólkið kemur hingað einmitt til að reyna að þvo af sér hádegisverðarfýluna"
Mér finnst skata flott, syndandi. Mér finnst líka að allir eigi að fá að borða það sem þeim þykir gott. En mikill andskoti sem þetta er óþægilegt þegar lyktin smýgur um allt, m.a.s. með eldvarnarhurðum, inní blokkaríbúðir af því að nágrannarnir eru að hræra í sínum grýlupottum
En þetta er nú ekki svona almennt nema einu sinni á ári, svo maður þraukar.
Verði ykkur að góðu kæru skötuætur og gleðileg jól.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Beturvitringur.....skata er toppurinn......gleðilega hátíð mín kæra. Nú fer ég og set hana í pott og stappa henni svo saman við hnoðmör!
Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 17:55
Sömuleiðis Hólmdís og verði þér að góðu. Mér er sagt að bæði skata og hákarl lækni ótrúlegustu meltingarkvilla.
Ætli maður geri nú ekki eitthvað sem aðrir þola ekki, svo ég læt málið niður falla : )
Beturvitringur, 23.12.2008 kl. 18:40
Hákarl er besta magalyf sem til er!
Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 20:17
Ómar Ingi, 23.12.2008 kl. 23:49
Nammi Namm ég borðaði skötu þrisvar í gær. Ég elska skötu, en ég borða hana með smjöri og hömsum. Nammi namm
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.12.2008 kl. 02:11
Þið eruð nú meiri sköturnar, mín kæru. Samt miklu sætari en myndin hans Jóns Baldurs, sem er þó ótrúlega flott. (Hef ekki séð fegurri mynd af þessum fiski)
Hef sjálf ekki borðað skötu á Þorláki síðan pabbi minn hætti að sjóða hana í kjallaranum heima -þar sem hann hamfletti líka lundann.
Kunni nú alltaf best við hana léttkæsta -án hamsatólgar. En er kannski bara soldil pempía, eins og Vestfirðingar myndu orða það.
Hvað sem því líður; Gleðilegt Annus Mirabilis, 2009
Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.1.2009 kl. 08:15
Skatann er vel til þess fallinn að flæma burt islamista og aðra óáran sem í blokkum með okkur búa .
Júrí 3.1.2009 kl. 17:19
Skötulyktin getur flæmt allra þjóða kvikindi og allra trúarbragða, - í burtu. : )
Beturvitringur, 3.1.2009 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.