Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
6.2.2008 | 16:52
Siðferði markaðarins - viljum við þetta? - Ekki ég. En þú?
Öskudagur er neysluhvetjandi dagur eins og flestir aðrir dagar í okkar heimshluta. Auglýsingarnar velta yfir skilningarvit okkar áheyrendanna/áhorfendanna, svo spyrna verður við til að halda sjó.
Það er samt ömurlegast þegar auglýsingar beinast að börnum og ala á lægri hvötum eins og öfund og græðgi. Auglýstir eru grímubúningar í Leikbæ á þann hátt að krakkarnir skuli nú koma strax að kaupa áður en einhver verður á undan að ná í þá!!!
Ein auglýsing er mér ógleymanleg fyrir álíka sakir, en hún beindist þó ekki að börnum, heldur konum, en þær eru auðvitað fífl líka. Borgarfell auglýsti sólarlampa (brúnku-) á eftirfarandi hátt: "ÖÐLIST AÐDÁUN KARLMANNA OG ÖFUND ANNARRA KVENNA"
Ég gæti gúbbað
Bestu kveðjur austan frá hælinu