Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
25.4.2009 | 04:10
Auður og Ógildur
... þau mektarhjón.
Sértu að hugsa um að skila auðu, mæta ekki á kjörstað eða ónýta kjörseðilinn þinn, þá hefurðu auðvitað fullt leyfi til þess.
En leyfið til að FÁ að kjósa virðist nú flestum dýrmætara.
Ef þú ert eins og margur, sért ekki viss um hvað kjósa skuli og nennir ekkert að fara eða skutlar snifsinu auðu í kassann, pældu þá í hvað það þýðir (nei, nei, engin hótun)
Dæmi, ef:
xD fengi 20%
xV fengi 30%
xS fengi 32%
xB fengi 7%
xO fengi 8%
Aðrir 3%
Þá hefur þitt auða eða ónýta atkvæði, eða heimaseta, sama gildi hlutfallslega og þessar % sem koma fram, t.d. færi 20% til Sjálfstæðisflokks og 30% til Vinstri grænna. Ef þér líst ekki nógu vel á neinn, gáðu hvort þér líst þá ekki allavega ILLA á eitthvert framboðið
Í öllum bænum notum a.m.k. ÚTILOKUNARAÐFERÐINA frekar en að ónýta þennan lýðræðislega rétt okkar.