Siðferði markaðarins - viljum við þetta? - Ekki ég. En þú?

Öskudagur er neysluhvetjandi dagur eins og flestir aðrir dagar í okkar heimshluta. Auglýsingarnar velta yfir skilningarvit okkar áheyrendanna/áhorfendanna, svo spyrna verður við til að halda sjó.

Það er samt ömurlegast þegar auglýsingar beinast að börnum og ala á lægri hvötum eins og öfund og græðgi.  Auglýstir eru grímubúningar í Leikbæ á þann hátt að krakkarnir skuli nú koma strax að kaupa áður en einhver verður á undan að ná í þá!!!

Ein auglýsing er mér ógleymanleg fyrir álíka sakir, en hún beindist þó ekki að börnum, heldur konum, en þær eru auðvitað fífl líka. Borgarfell auglýsti sólarlampa (brúnku-) á eftirfarandi hátt:  "ÖÐLIST AÐDÁUN KARLMANNA OG ÖFUND ANNARRA KVENNA"

Ég gæti gúbbað

Bestu kveðjur austan frá hælinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hæli í Hreppum?

Markús frá Djúpalæk, 6.2.2008 kl. 17:12

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Kópavogs hæli?

Það getur verið pirrandi að sitja undir endalausum gylliboðum um þetta og hitt, og það er líka ömurlegt að vera beittur samfélagslegum þrýsingi um að kaupa eitthvað vegna þess að allir aðrir gera það.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 6.2.2008 kl. 20:31

3 Smámynd: Beturvitringur

Sigurgeir, þegar ég vann á stofnun þeirri sem þú nefnir í spurn, hét það "Fávitahælið í Kópavogi" - ég m.a.s. geymi launamiðana frá þeim. Yngra fólk heldur að ég sé alger níðingur þegar ég nefni fv. vinnustað minn með "fávita-..."

Það þótti hvorki dónalegt  né óforskammað í þá daga. Svona breytist gildi orðanna. M.a.s. hérna í Hveragerði er sussað á mig þegar ég lýsi gleði minni og taumlausri hamingju með að fá hér inni... og segi að það sé gott að eiga hæli hér á hælinu. ssssh  má ekki nota "hæli" nú heitir það "stofnun"

Mér finnst "hæli" fallegt orð, enda athvarf í einni eða annarri mynd, sbr. hælisleitendur, leitaði hælis....

önnur saga: gott er að eiga vin, en það besta sem hugsast getur er að finna vin í eyðimörkinni!

Beturvitringur, 7.2.2008 kl. 21:46

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég ólst upp 100 m frá Fávitahælinu, eins og það var kallað í símaskránni, og hlýt því að hafa séð þér bregða fyrir í einhverjum göngutúrnum með þá.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 15.2.2008 kl. 21:26

5 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég verð að segja að ég er nú farinn að sakna bloggs frá þér... ertu etv. sprungin á limminu?

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 19.2.2008 kl. 00:20

6 identicon

Voðalega hlýnaði mér um hjartaræturnar, - að sjá að e-r saknaði mín/bloggsins míns. Ég er eins og ég sagði, á HNLFÍ (hælinu) og fylgist minna með daglegum æsingi og dægurþrasi. Og ekki langar mig að blogga um það sem gerist hér. Get ekki ímyndað mér að það væri skemmtileg lesning að skrifa um leirböð, bakæfingar og kjaftakellingar. Ég skrifa annað hvort þegar mér er heitt í hamsi útaf e-u eða sé skemmtilega brenglaða íslenskunotkun, sem þú ert snillingur í.

Reyndar finnst mér alltaf jafn skondið þegar maður er í e-m æfingum og leiðbeinandinn segir manni að "SKIPTA UM FÓT". Þá sé ég í anda heilan sal af "ampúteruðum" með gervifætur, sem eiga nú að skrúfa þennan undan og "fara í" næsta!!!

beturvitringur 19.2.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband