BÍÓ

Fór í alvörubíó í kvöld. Á miðanum stóð: "BEZTU SÆTI" og neðst "Varðveitið miðann unz sýningu er lokið"

Í anddyrinu var tímavél sem gerði mig 40-45 árum yngri! Enga fann ég reyndar poppkornslyktina, enda voru á þeim tíma, í besta falli, seldir litlir, lokaðir plast-(eða sellófan-?) pokar með köldu poppi.

Allt virtist lítið eða ekkert breytt. Fyrst inngangurinn og miðasalan, svo anddyrið, innihurðir, veggskreytingar og allt hvaðeina. Sætin eru því miður líka af gamla skólanum og eitthvað hefur afturendinn á mér dreift sér meira en stólaseturnar. Fer með kodda næst og í "aðhaldssamfellu".

Frábært að Kvikmyndasafn Íslands skuli hafa þetta húsnæði til afnota (eiga?) Spurning hvort ekki væri löngu búið að rífa allt í tætlur, væri húsið í Reykjavík?!

BÆJARBÍÓ í Hafnarfirði sýndi í kvöld sænsku myndina "Elvira Madigan" frá 1967 (m.ísl.texta) Verð 500 krónur. 

Sýningaskrá fæst og er þ.a.a. líka á netinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Veistu að ég sakna zetunnar. Ég fer í bíó einu sinni á ári.

Hólmdís Hjartardóttir, 16.4.2008 kl. 01:45

2 Smámynd: Beturvitringur

Sömuleiðis systir!

Bezt væri að taka hana bara upp aftur. Það getur varla verið verra en að nauðga tungumálinu með e-s konar nútímadellu og hreinni málvitleysu. Hef stundum hugsað útí þetta. Sé að stöku manneskja notar hana.

Stundum er maður í vafa um merkinguna, eftir að "setan" hvarf; "við höfðum hist áður"  "Hann hélt helst að helst hefði úr flöskunni.

Ættum við ekki að velta því aðeins fyrir okkur? Annars var setan í bíó mjög óþægileg, hefði frekar viljað góða "z".

Beturvitringur, 16.4.2008 kl. 01:56

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Zetan var lögð niður um leið og búið var að berja henni inn í hausinn á okkur.

Hólmdís Hjartardóttir, 16.4.2008 kl. 01:59

4 Smámynd: Beturvitringur

Eins og þú veist þá finnst mér íslenskan yfir höfuð hafa óopinberlega verið lögð niður, er með ættjarðarþunglyndi út af þessu öllu saman. Blogga um það síðar, þarf að vera hressari, það er svo niðurdrepandi :)

Beturvitringur, 16.4.2008 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband