K y n d i l l

Friðar- og sameiningartákn í aðdraganda Ólympíuleikanna. Kyndilferð umhverfis jörðina. Tugþúsundir mótmælenda. Tugþúsundir öryggisvarða. Kyndilflugreisur.

Þetta kostar offjár. Hvað væri hægt að kaupa mörg heilsuverndandi flugnanet, bóluefni, heilsuverndarstaði, lyf, næringu, hreint vatn eða hreinlætisaðstöðu fyrir andvirðið?

Mér finnst að hafa mætti táknræna heimsreisu logans; hafa ákveðna staði á áfangastöðum eldsins og tendra þar eld á skipulögðum, ráðgerðum tíma; láta logann "stökkva" milli staða.

Þá gætu mótmælendur notað annan vettvang fyrir sín hugðarmál, fólk þyrfti ekki að slasast eða jafnvel láta lífið fyrir FRIÐARtáknið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mikið rétt.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.4.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband