Húsvíkingur hafði í hótunum við Kópavogsbúa

Mikið hefur verið rætt og ritað um nauðsyn eða óþarfa skilgreininga á uppruna og/eða þjóðerni/búsetu aðila í umfjöllun fréttamiðla.

Hvað er að því að láta fylgja upplýsingar um uppruna fólks og/eða búsetu þegar birtar eru fréttir eða aðrar umsagnir?

Af hverju má ekki segja að Pólverjar hafi barið aðra Pólverja í klessu?  (á e.t.v. að segja "Hópur manna lamdi á öðrum hópi manna í Keilufellinu"?)

Af hverju má ekki segja að hópur Asíuættaðra unglinga hafi lumbrað á skólabróður sínum í Hagaskóla?

Af hverju ætti ekki að segja frá ef 4 Litháar væru handteknir vegna innbrots?

Hvernig sneri þetta að okkur ef málin gengju í "hina áttina"?  Eigum við kannski ekki að segja frá því ef íslenskir óþokkar og ofstopamenn í annarlegu ástandi gengju í skrokk á pólskum trésmið? 

Það er líka svo komið eftir að farið hefur að bera á ört vaxandi glæpastafsemi útlendinga hér á landi, að taka fram þegar Íslendingar eiga í hlut, hreinlega til að bera blak af útlendingum sem annars yrðu e.t.v. "grunaðir" af almenningi.  Full ástæða er í frásögn af  innbroti og ráni að taka t.d. fram:  "Þrír íslenskir menn sem áður hafa komist í kast við lögin, lögðu íbúð við Laugaveginum í rúst og stálu öllum verðmætum og "söluhæfum" hlutum"

Hvaða voðalega hræðsla er þetta?  Vonandi heldur enginn að ég hafi horn í síðu Húsvíkinga þótt fyrirsögnin sé höfð svona, til að vekja athygli á málinu.

með kveðju,

íslenskur bloggari af höfuðborgarsvæðinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Sigmundur Ernir orðaði þetta mjög vel í viðtali í vikunni. Hann sagði að ef upplýsingar um uppruna fólks þjónaði fréttinni ætti að sjálfsögðu að geta hans. Einföld regla og góð og veldur engum misskilningi.

Markús frá Djúpalæk, 20.4.2008 kl. 09:59

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

tek undirmeð síðasta ræðumanni.

Húsvíkingur.

Hólmdís Hjartardóttir, 20.4.2008 kl. 11:07

3 Smámynd: Beturvitringur

Hver og hvernig á þá að skilgreina hvort og hvenær það "þjónar fréttinni"?

Ég fæ ekki betur séð en að það helgist af viðhorfi þess sem skrifar fréttina og þeirra sem lesa hana

Beturvitringur, 20.4.2008 kl. 14:34

4 identicon

Rétt hjá þér, Beturvitringur, "hver og hvernig" á að skilgreina "hvort og hvenær" þjóðerni "þjónar fréttinni"? Kíktu á síðuna hans Jónasar Kristjánssonar, jonas.is og líka á eyjan.is. Á báðum síðunum er vakin athylgi á frétt sem lítið hefur farið fyrir vegna þess að einhverjir tóku sér (óumbeðnir) að meta hvað lýðurinn mætti vita. Helgar tilgangurinn meðalið???

Nefródíta 20.4.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband