Þjóðernisþunglyndi

Mér finnst næstum eins og íslenskan hafi óopinberlega verið lögð niður, og ég komin með ættjarðarþunglyndi vegna þess hve mjög mér finnst þjóðerni okkar þynnast hratt út. (Nú fæ ég að líkindum rasista- ef ekki nasista-stimpil) 

Náttúrunni ekki sýnd miskunn, 

krónan fer sennilega fljótlega (á, að sögn, þá að hætta að fljóta)  

talað hefur verið um að skipta um þjóðsöng,  

tungumálið verður æ veiklulegra.   

Illmögulegt er stundum orðið að tjá sig á íslensku í verslunum og þjónustufyrirtækjum. Það var þá sem „allir“ útlendingarnir fóru allt í einu að fara í taugarnar á mér (hrædd um að ég sé farin að taka þátt í kynþáttamisrétti). 

ÍSLENSKI FÁNINN er eftir.  Hef ekki heyrt um breytingar á honum.  Hvað er eftir? 

Tungumálið virðist vera það sem enn megi bjarga og sé þess virði. 

Það er engin skömm að því að skrifa eða segja eitthvað vitlaust og manngildi síst af öllu fólgið í stafsetningarkunnáttu, EN þegar ambögufaraldur herjar á og það meðal annars á ágætlega talandi fólk, finnst mér verða að bregðast við. Ekki síst vegna þess að maður þarf sjálfur að hafa sig allan við, - til þess að falla ekki í e-a þessara gryfja sjálfur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

við skulum reyna að vanda okkur.......

Hólmdís Hjartardóttir, 3.6.2008 kl. 01:25

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hugsa að ég líti inn hjá þér við og við (ekki líti við hjá þér) nú þegar ég veit af þessu sameiginlega áhugamáli.

Sigurður Hreiðar, 3.6.2008 kl. 07:53

3 Smámynd: Beturvitringur

Mér er heiður af því, Sigurður Hreiðar

Beturvitringur, 3.6.2008 kl. 08:58

4 Smámynd: Beturvitringur

Takk fyrir ábendinguna Sigurður Hreiðar. Þarna fékk ég mola í sarpinn.

Beturvitringur, 4.6.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband