Það sem GEÐSJÚKLINGAR þurfa síst

Vil ég að svona yrði mömmu, pabba, systur, bróður, dóttur, syni, vinum og venslamönnum sinnt?? 

 Að Securitas starfsmenn "vakti" sjúklinga á geðdeild(um?) kveikti á þessu skjátli. Sigurður Þór Guðjónsson skjátlar um þetta á sinni síðu.  Það er samt ekkert nema gott um öryggisþjónustufólk að segja, þegar það er nýtt til "síns brúks".

Fólk með geðræn vandamál þarf einna mest á því að halda að vera í tengslum við annað fólk; missa ekki tengingu við samfélagið. 

Geðsjúkdómar lýsa sér reyndar mjög misjafnlega og eru helst nefndir m.t.t. einkenna sjúklings. Hvort sem það er flutningur/flótti frá óbærilegum veruleika (algengasta/"okkar veruleika" :), sárasta, svartasta og dýpsta vanlíðan vegna þunglyndis, ríður á að ná/halda sjúklingnum "tengdum".

Hver svo sem ástæða veikindanna kann að vera... áfall sem er manni ofviða og/eða arfberar að láta á sér kræla, þurfum við manneskjulegar aðstæður og vingjarnlega og faglega meðferð.

Sumir kunna, um tíma, að kjósa að kreppa sig í djöfullegri vanlíðan, aleinir og breiða uppfyrir haus.  Það er þó ekki vænleg leið til bata.

Eiga þeir héðan í frá að rolast og rorra einir í Vítiskvölum með Skúrítasofursta á stól utanvið sjúkrastofudyrnar.  Ég vildi ekki trúa því að nú sætu menn fyrir utan. Eins og maður sér í bíó þegar krimmar eða fólk á flótta undan krimmum fær "gæslu" laganna þjóna. 

Árni Tryggvason, sá ljúfi maður og leikari, var hvatamaður að mál-/ráðstefnu um aðbúnað og umfjöllun um geðsjúka.  Þar töluðu lærðir og leikir. Læt lesendur um það hvorir eru hvort. Hver ætli sé nú helsti sérfræðingurinn um andlega (van)líðan og vilji geta borið fram óskir um að fá að velja hverra úrræða hann leitar í upphafi.

Þótt ég deili á þessar aðfarir, má ekki sleppa því að til eru geðsjúklingar sem ekkert er hægt að tjónka við og taka hvorki tilsögn né nýtist meðferðarform sem bjóðast þó.  Það eru FÍKNIEFNANEYTENDUR = DÓPISTAR, sem misst hafa mest allt veruleikaskyn; vita ekki hvar né hverjir í veröldinni þeir eru og eru sannlega viti sínu fjær.  Þetta fólk er/kann að vera sjálfu sér, starfsmönnum og samsjúklingum, hættulegt.  Í þeim tilvikum hreinlega verður að hafa massaða starfsmenn til gæslu.  Hjá sumu þessa fólks fyrirfinnst ekki lengur siðgæði, samhygð eða mannúð og sjálfsagt að beita því sem beitt verður.

Annað á við HEILBRIGÐA GEÐSJÚKLINGA !!!!   Segi og skrifa:  "heilbrigða"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Versta sort geðsjúkninga eru þeir sem drekka og dópa, samhliða geðlyfjunum.  Eða þeir sem selja geðlyfin till þess að eiga fyrir brennivíni, hassi eða amfetamíni.  Ég kannast við marga þannig

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.6.2008 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband