SYNDANDI. .NÆRBUXUR

Veit ekki hvort þetta heyrir undir "spaugilegt" eða "samfélag".

BULLUR Á BRÓKINNI

Flest ætlumst við til að farið sé eftir reglum samfélagsins (að ekki sé sagt - lögum) Það á auðvitað við um borna og barnfædda (barða og berfætta) Íslendinga, Nýslendinga og gesti.

Ef ekki er hægt ætlast til aðlögunar í tiltölulega einföldu atferli hvað þá með alvöru mál, viðtekna siði, hefðir, venjur og reglur samfélagsins?

Þetta netta nöldur helgast af "áhorfi" á útlendinga sem nota nærbuxur sem sundskýlur. Tók eftir hópi karla sem hlussuðust milli heitu pottanna og laugarinnar í mishuggulegum nærbrókum. Einn var reyndar svo bumbusíður að framan frá sá maður ekki hvort hann var fá- eða óklæddur (hefði falið allt sem þar hefði hugsanlega getað verið Whistling )

Nefndi þetta si sona við starfsmann í lauginni. Þetta var þá alþekkt. Starfsmaðurinn sagði þá vera Pólverja en ég hef ekki hugmynd um það (starfsmaðurinn er Serbi ha ha)  Hann sagði að þeir færu ekki einu sinni úr brókinni til að þvo sér í sturtunum. Hef reyndar ekki orðið vitni að því.

Mér var á orði að ég hefði velt því fyrir mér hvort þetta væru þá a.m.k. HREINAR NÆRBUXUR.... þá greip hann frammí, með skondnu brosi, ... "eða hvort þeir væru að ÞVO ÞÆR og sótthreinsa í klórnum."

Svo fékk ég þessa dásamlegu frásögn:  "Þeir voru að verða vitlausir á þessu í lauginni uppfrá og byrjuðu að gefa þeim skýlur m.a. úr óskilamunum.... en þá fóru þeir bara í þær utanyfir nærbrækurnar.

Ja, hér. Hvernig ætlum við samræma hagsmuni í "stærri málum", oft viðkvæmum og tilfinningaþrungnum. Til að hvítþvo nú ekki landa mína, úr klór, þá eru margir, aðallega ungar stúlkur, sem beita öllum brögðum til að sleppa við að þvo sér fyrir laugarferð.

Guði sé lofi fyrir klórinn, þótt hann fari illa með sundskýlur og -boli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hér einu sinni voru verðir í búningsherbergjum allra sundlauga sem rak fólk miskunnarlaust úr hverri spjör og í sturtu áður en farið var út í. Eru þessi verðir horfnir?

Mér finnst ógeðsleg tilhugsun að fólk geti farið út í laugina í kannski mis-útsprændum nærbuxum með kúkablettum að aftan! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.7.2008 kl. 20:20

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

úff..............hætt að fara í sund. Af hverju er verið að spara sundverði?

Hólmdís Hjartardóttir, 22.7.2008 kl. 21:05

3 Smámynd: Beturvitringur

Held að þyrfti Doberman til að koma þessum í sturtu! 

Beturvitringur, 22.7.2008 kl. 22:27

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ísland er hreinlætis paradís hvað þetta snertir. Ég sótti eitt sinn líkamsræktarstöð í Kaliforníu þar sem var gufubað við sundlaugina (sem var innisundlaug). Sumir gestanna, sem voru af öllu þjóðerni, fóru út í laugina til að skola af sér svitann úr gufubaðinu þótt það væru sturtur til þess ætlaðar nokkrum skrefum frá. Þetta stafar af því að sundlaugar eru ekki eins algengar úti í hinum stóra heimi, einkum fátæka heiminum, og á Íslandi. Margir hafa aldrei farið út í sundlaug áður en þeir koma til hins siðmenntaða heims. Það þarf að ráða pólskan sundlaugarvörð með prik sem kennir samlöndum hans reglurnar.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 23.7.2008 kl. 15:09

5 Smámynd: Beturvitringur

SOS, - finnst þér samt ekki skondið að þegar þeim voru kynntar reglur um sundfatnað, fóru þeir í skýlurnar utanyfir.

Sammála með almennt hreinlæti hér á Fróni; var nú bara í Hollandi að skella mér í laugina. Maður þurfti að ganga í gegnum svæði þar sem maður átti að vera í sundfötum. Svo ætlaði ég úr til að þvo mér fyrir laugarferðina en var þá litið á "fullklædda" manneskju af hinu kyninu við hlið mér í sturtunum.

i.e. Hollendingar (allavega í þessu "Sportoteli") ÞVO SÉR EKKI fyrir laugarferð.

ÉG ÆTLA AÐ FARA AÐ LEITA AÐ PRIKI!!!!

Beturvitringur, 23.7.2008 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband