Hæstu meðallaun á landinu = líklega hárrétt staðhæfing!

Forstjóri fjármálafyrirtækis sagði aðspurður um launakjör starfsmanna fyrirtækis "hans" að þeir gætu vel við unað þar sem meðallaun þessa fyrirtækis væru þau hæstu í landinu.

Það er auðvelt að skilja það, hafi maður lágmarkskunnáttu í samlagningu og deilingu.

Starfsfólkið "hans" hefur flest skítsæmileg laun, ekkert framúrskarandi þó. 200-300þúsund króna mánaðarlaun kunna að vera nokkuð góð m.v. þau sultarlaun sem aðrir þurfa að láta sér nægja.

Auðvitað hafa heilarnir og topparnir af þessum græðlingum meira en ofangreinda upphæð.

Svo kemur það sem reddar MEÐALtalinu!  Mönnum reiknaðist svo til að umræddur forstjóri hefði 62 MILLJÓNIR á mánuði (eða voru það 65 milljónir. Skiptir ekki máli þótt skeiki um nokkrar milljónir á MÁNUÐI).

Setjum upp dæmi:  120 manns hafa að meðaltali 300 þúsund á mánuði = 360 milljónir. Svo bætum við einum starfsmanni við sem hefur 62milljónir [= 98.000.000] deilum þessu nú á 121 starfsmann, sem þá teljast samkvæmt þessu fá 809.917 KRÓNU MEÐALLAUN Á MÁNUÐI HJÁ FYRIRTÆKINU = frábær MEÐALLAUN á þeim bæ.
Það verður að virða forstjóranum til vorkunnar að þetta eru ekki allt LAUNatekjur. Eitthvað fæst með öðrum leiðum.
einkaþota

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér að vekja athygli á því hvað meðaltal getur gefur rangar upplýsingar. Það er þess vegna sem frekar á að gefa upplýsingar um miðgildi. Það segir þó alla vega nokkra sögu, en til að fá hana alla þá þarf einnig að gefa upp hæsta og lægsta gildi. Kv. Díta

Nefródíta 8.9.2008 kl. 23:30

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Akkúrat

Hólmdís Hjartardóttir, 9.9.2008 kl. 00:10

3 Smámynd: Beturvitringur

Miðgildi er notað þegar HENTA þykir!

Beturvitringur, 9.9.2008 kl. 13:12

4 identicon

Tökum þtt dæmi: Starfsmennirnir eru 121, þar af einn forstjóri. Flestir eru með mánaðarlaun á bilinu 200.000 til 300.000 kr., en forstjórinn er með margfalt hærri laun og setjum hann því til hliðar um sinn. Ákveðum að 50 starfsmenn séu með 300.000 kr. í mánaðarlaun og aðrir 50 með 200.000 kr. í mánaðarlaun. Þeir 20 sem þá eru eftir eru með 250.000 kr. í mánaðarlaun. Miðgildi launa í fyrirtækinu eru því 250.000 kr. mánaðarlaun vegna þess að jafnmargir, þ.e. 50 manns, eru með laun sem eru hærri og lægri en miðgildið. Lægsta gildi er 200.000 kr. og hæsta gildi er 300.000 kr. Þetta er nokkkuð jöfn launadreifing. Tökum þá forstjórann inn í hlýjuna og þá breytist hæsta gildið allverulega, fer úr 300.000 kr. í 65.000.000 og þá blasir við hvað launadreifinin í fyrirtækinu er ójöfn.

Nefródíta 9.9.2008 kl. 15:20

5 Smámynd: Beturvitringur

Rétt hjá þér. Ath. dæmið mitt er ALVÖRU (með starfsmannafjölda +/-

Beturvitringur, 9.9.2008 kl. 15:29

6 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Gód færsla.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 12.9.2008 kl. 21:59

7 Smámynd: Beturvitringur

neeee heii, en ég vísa þarna auðvitað í litla græðlinginn með stóra launaumslagið. Og svo er þetta barn fætt 1970

Beturvitringur, 15.9.2008 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband