Mörgum sinnum í fyrsta sinn

Hvað er hægt að fara oft til útlanda, - í fyrsta sinn? Rökleysa.

Fyrst flugvél, millilent í Færeyjum (fyrsta skipti utan Íslands) Eina "lífsreynslan" var FLUGferðin (og "hýruvognar" á flugvellinum (kann ekki að stafsetja; leigubílar) )Svo var haldið til Noregs; fyrsta sinn í útlöndum, utan flugvallar/stöðvar. Síðar hin Norðurlöndin og önnur Evrópulönd ekki stórt stökk. Á Grænlandi er landslagið of íslenskt til að vera almennilega framandi, þótt fólk, byggingar og mennig væru það. Spánn: Vá, í fyrsta sinn sá ég umhverfi, byggingar, landslag, þorp, borg(ir) og menningu sem var allt öðruvísi en ég hafði séð þangað til.

Í Búlgaríu þurfti ég í fyrsta sinn að læra stafróf til að komast um. Magnað.  Bretlandseyjar kunnulegar vegna sjónvarps og kvikmynda.  Grikkland var öllu menningarlegra en Spánninn sem ég hafði séð. Í fyrsta sinn fann ég hreinlega lyktina af fornri menningu. Þau ríki sem ég heimsótti í N-Am. voru bara eins og sakamálamynd og maður bjóst við krimma úr hverjum króki.

Kúba er svo sannarlega "fyrsta" sinni á margan hátt. Ærði óstöðugan upp að telja upp. Ber mér e.t.v. seinna  á brjóst og segi frá fólki og fyrirbærum þar. Í Rússlandi bjargaði mér Búlgaríuferðin 30 árum áður, gat nú stautað mig framúr kyrillíska letrinu. Gott og vel, ég fékk í fyrsta sinn að standa á Rauða torginu, sem mig hafði dreymt um frá því að hafa séð hersýningar þaðan.

Áratugum eftir fyrstu "fyrstu" utanlandsferðina fór ég loksins í "FYRSTU UTANLANDSFERÐINA" Hélt ég hefði nú "siglt" vel, mikið og lengi og séð flest :)  Þá var ráðist í Austurlönd nær (sem flestir kalla, ranglega, Mið-Austurlönd (beint úr ensku: Middle East))

Líbanon (Beirút) var fyrsta arabalandið. Var í dulúðugu "fréttalandi" sem ég þekkti fyrir allt annað en góðar fréttir. Fórum í illræmdar flóttamannabúðir fyrir Palestínufólk. (löng saga og hroðaleg)

Næst var Sýrland. Nei, þá varð Líbanon bara vestræn neysluborg í samanburði. Hæ og hó. Hérna gengu þá postularnir um og hryðjuverkamennirnir*(* þessir með köflóttu (Arafat) -klútana ráku rollur eða úlfalda á undan sér (hélt það væru uppreisnarmenn með þessa klúta, reyndust þá bara vera sveitamannaklútar til að verja kollinn gegn hita, sól og sandi.  Maður var með sleffarið niður eftir bringunni allan tímann, Allt, ALLT var framandi; ALLT VAR FYRST.

Með þessa endanlegu fyrstu reynslu var þetta líklega komið. Hafði reyndar aldrei komið til Kína (eða önnur Austurlönd fjær) né til Suður Ameríku, en það væri sko hægt að drepast sáttur með þessa blessun fyrir ferðafíkil.

Fíknin lét aftur sér kræla; > Jemen og Jórdanía. Þá var komið að því að vera í fyrsta sinn í HEIMI sem ég þekkti hvorki haus né sporð á. Ferðalangurinn ég, hafði aldrei upplifað neitt í líkindum við Jemen. Það er nú eftirlætislandið mitt. Það var eins og að fara í tímavél (langdræga) og það í öðrum heimshluta og óraunverulegt að fá að synda í Rauða hafinu... með sundgleraugu þegar strákarnir syntu í buxunum sínum og stelpurnar í kjólunum!   Ævintýri lífsins.

100_0116 Við Rauða hafið

Eftir Jemen varð Jórdanía einhvern veginn útundan í huganum EN hún bauð manni þó í fyrsta sinn að sitja eða liggja (eiginlega ekki hægt að synda) í Dauða hafinu.

Jemen og Jórdanía 338  Flatbakað í Dauða hafinu.

 

100_0066 Frá Sana'a, höfuðborg Jemen

17.5. d

Sú öðlingskona, Jóhanna Kristjónsdóttir, tekur að sér að finna gistingu o.þ.h. og fer alltaf með okkur. Öllum velkomið að taka þátt (Núna í október förum við til LYBIU. Sofum m.a. í tjöldum í Sahara)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

spennandi.........vá

Hólmdís Hjartardóttir, 20.9.2008 kl. 17:20

2 Smámynd: Ómar Ingi

Hérna hér Tja

Ómar Ingi, 20.9.2008 kl. 17:32

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góða ferð og skemmtun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2008 kl. 17:30

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ef maður pælir í því er alltaf eitthvað í fyrsta sinn.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 22.9.2008 kl. 07:35

5 Smámynd: Beturvitringur

Dúa mín, það geri ég þegar ég veit hvernig smáatriðin hafa verið! Má segja "velkomin aftur!? Gæti verið "tent service" Minnir mig á konuna sem þýddi í Law and order (held ég) Undirtitillinn er: "Criminal intent" >>> snarað yfir í "glæpamaður í tjaldi" hmm. Eina sem ég óttast smá, eru sporðdrekar, eru þeir í Sahara? Segi þér frá því í smáatriðum, - þegar ég veit það : Þ

Beturvitringur, 22.9.2008 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband