Úlfaldi í kvöldmat

... nei honum var ekki BOÐIÐ í kvöldmat, heldur borðaður í kvöldmat (og aftur og aftur og aftur :(  IMG_1385

Ég fékk svo uppörvandi og vingjarnlega athugasemd frá góðum bloggvini að nú klessi ég einni færslu í andlitið á ykkur, enda ekki skrifað stafkrók í mánuð.

Svona var athugasemdin: "En hvað í ósköpunum hefur orðið af þér? Það vantar blogg frá þér" 

Þetta var allt sem þurfti til að lyfta sjálfstraustinu og framkvæmdaseminni aðeins > > >

Ekki hefur mér hlýnað svo um hjartarætur sem nú :)  Einhver SAKNAR mín!!!! Ó, ó, ó mig auma, mín litla sál er sorfin innað ósæð, þar sem hún nú hefur bústað fyrir þína tilstuðlan.

En, svona eftir að skrifað texta sem Shakespeare einn hefði getað þýtt, þá var sú blessun yfir mér að ég hafði borgað stórar fúlgur fyrir utanlandsferð, áður en efnahagsóveðurskýin lögðust yfir láð og lög. Jóhanna Kristjónsdóttir, sem leiddi okkur til Útlandsins, var búin að fá næstum allt borgað frá okkur (23 manns), e-ð hafði vantað, Spron hljóp undir bagga í viku eða tvær. Allt greitt í topp áður en fjandinn varð laus.

Er því að KOMA FRÁ LYBIU. Öllum leið hálfilla fyrst. Svo var samið um að allir mættu tjá sig ef hrollurinn yrði yfirþyrmandi..... en ekki velta sér uppúr þessu. Svo var lagt í'ann suður eftir til Sahara.

Verð að þakka það og lofa að flest slæmt gleymdist þegar við þeystumst yfir sandöldur og -víðáttur og svo sofnaði ég þar á dýnu undir stjörnubjörtum Sahara-himninum inni á milli (sand-) fjallanna og hafði horft uppí stjörnuhvolfið a.m.k. 360° !!! Eftir +30°C heitan daginn var reyndar andsk... hrollkalt um nóttina þegar andinn fór í +4°C.IMG_1560


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Velkominn heim Beturvitringur......hvernig smakkaðist úlfaldinn?   Þetta hefur verið skemmtileg reynsla.

Hólmdís Hjartardóttir, 31.10.2008 kl. 22:46

2 Smámynd: Beturvitringur

Hólmdís mín kær. Þetta var eins og besta geðlyf og áfallahjálp saman í (sand-)bing.

Úlfaldinn var mjög góður (á bragðið, reyndar svipfallegur líka :) ... til að byrja með en þegar komið var að því að fá helv. kvikindið bæði í hádegis- og kvöldmat, fór manni að leiðast viðkynningin. Ekki það, kjötið er reglulega gott, svolítið eins og gróft nautakjöt.

Hver fengi líka ekki nóg af svona miklu að e-u. Sæi mig sem ferðamann hér og þyrfti að éta skyr og bjúgu í alla mata. Myndi gubba.

Sigurður Helgi Þakka þér fyrir að láta mér finnast ég velkomin. Þú drapst mig með: "Svona óvissa er erfið"

Beturvitringur, 31.10.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband