11.1.2008 | 01:07
Enginn KEPPUR, LAKI né VINSTUR, bara VÖMB, samt jórtrum við
Hvorki útlenska né vitleysa. Aðallega óþarfa málalengingar og stundum allfyndnar.
Þessar setningar hef ég ýmist lesið eða heyrt. Strika undir það sem mér þætti mega seppa:
... þeir voru báðir sammála.
... gyllitilboð (annaðhvort tilboð eða gylliboð)
... það er fínt veður úti (önnur saga inni hjá mér)
... það er ströng gæsla á landamærum beggja landanna (löndin liggja saman)
... hjá einstaklingum og einnig í fyrirtækjum líka (annaðhvort einnig eða líka)
... þátturinn verður endurfluttur aftur klukkan... (annaðhvort endurfluttur eða fluttur aftur, nema hann hafi verið fluttur a.m.k. tvisvar áður, þá yrði hann að sjálfsögðu endurfluttur aftur)
... allir gírarnir voru fastir og óvirkir, svo við þurftum að bakka afturábak upp alla brekkuna
Svo það sem flestallir nota. Þingmenn/ráðamenn, aðrir stjórnendur, skammskóla- og langskólamenntaðir og óvenjugreind gæludýr:
... Þessi ákvörðun kann að hafa mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér (annaðhvort gæti það haft alvarlegar afleiðingar EÐA deyfða siðferðisvitund í för með sér)
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Bloggvinir mínir eru þeir sem ég hef ánægju af að lesa bloggið hjá. Ég bið suma um að vera bloggvini til þess að það sé auðveldara að nálgast bloggið þeirra. Ég hef gaman að fyrirsögnum í blöðum sem lesa má í aðra merkingu en þá sem höfundurinn hugsaði sér, eins og þá sem þú bentir á með gamla fólkið að það sé að látast. Svo er ég laumumálfarsfasisti, þannig að ég tel okkur vera efni í góða bloggvini, þótt ég hafi ekki hugmynd um hver þú ert.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.1.2008 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.