LYFJAKAUP. Ábending, -má notast við uns lyfin lækka almennt hjá okkur...

...

Þeir sem nota lyf að staðaldri, - jafnvel til lífstíðar, þurfa að vita hvar hægt sé að gera hagstæðustu kaupin því það skiptir ótrúlega miklu fyrir heimilispeninginn. Lífsnauðsynleg lyf eru reyndar ekki greidd af sjúklingnum sjálfum en við erum nú hluti af ríkinu líka svo það má gjarnan kíkja á heildarverðið þótt það verði ekki greitt yfir búðarborðið. Ég á ekki við að velja þurfi "ódýrari samheitalyf" þótt þau kunni að vera nothæf í mörgum tilvikum, heldur verðmun á "sömu" lyfjum.

Stundum leysi ég út marga lyfseðla í einu og var mörg ár að átta mig. Þess vegna vona ég að ég spari einhverjum óþarfa pælingar með þessari ábendingu.

Apótek sem eru ekki í "keðjum" eru áberandi ódýrari fyrir sjúklinginn. Löngu hættur að kaupa lyf í Lyfjum og heilsu eða Lyfju, nema bráðatilvik komi upp og Lyfja, ein lyfjaverslana, opin.

Lítið dæmi: Þurfti á sýklalyfi að halda (tryggingarnar borga ekkert í þeim), fór í Lyfju og spurði af rælni um verðið sem reyndist vera milli 4000 og 5000 krónur. Leist ekki á tilraunameðferð á þessu verði svo ég tók lyfseðlabunka með og innleysti sýklalyfið og "bunkann" í Skipholtsapóteki. Fyrir allt góssið borgaði ég tæpar 4000 krónur. Þetta er auðvitað ekki línan. Það eru afslættir, mismunandi eftir verði lyfsins (meiri afsláttur (hærra hundraðshlutfall) eftir því sem lyfið er dýrara) og margir fleiri þættir sem taka þarf með í reikninginn (m.a. skammtastærðir)

Viðmiðunarreglan mín er að fara í lyfjaverslun sem á enga "nöfnu"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Gott mál. Mikilvægt að vera á vaktinni.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 8.3.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband