Ef ráðherra verður öryrki. Ef öryrki verður ráðherra. Ráðherraöryrki, öryrkjaráðherra.

Hver er munurinn á Jóni aumingja og aumingja Jóni?

Þótt minn mesti yndisauki séu orðaleikir og vangaveltur um íslenska tungu, þá er það í þessu tilviki bara hönnun fyrirsagnarinnar sem mér fannst skemmtileg. Efnið snertir því miður fleiri en þessi einkahúmor sem e.t.v. engan annan hlægir.

Svo heitir að lífeyrisþegar séu á launum / mála / þiggjendur / bótanjótendur hjá „ríkinu" auk þess sem sumir „þiggja" greiðslur úr lífeyrissjóðnum sem þeir greiddu sjálfir í. Sumir þessara sjóða telja sig nauðbeygða til að draga úr kostnaði með því að skerða / niðurfæra greiðslur til þeirra sem dirfðust að heltast út af vinnumarkaðnum. Þetta er samt ekki „ríkið".

Það er líka flestum kunnugt að verði okkur á að græða fúlgur fjár vegna vinnuframlags í fáeina tíma á lágmarkslaunum, þá finnst „ríkinu"ótækt að hækka þannig standardinn svo rétt sé að lækka lífeyrinn u.þ.b. því sem launatekjunum nemur. Einu aðferðirnar sem ég kom auga á, var að vinna svart eða vera sjálfboðaliði.  Hið fyrra er ólöglegt svo ég valdi hið síðara.

En það eru fleiri sem „þiggja" laun frá „ríkinu". Þeir eru "eitthvað betur" launaðir en fyrrnefndir lífeyris"þegar".   Það gilda heldur ekki sömu „þú-skalt-sko-ekki-geta-bætt-fjárhag þinn" reglur um þennan hóp.  Þeir þiggja ágætis „lágmarkslaun" meðan þeir sinna því starfi sem þeim hefur verið falið. Svo þegar þeir hætta í því starfi fá þeir eftirlaun. Svo geta þeir farið í nýtt starf en þiggja eftir sem áður „gömlu" launin, allavega hluta þeirra. 

Af hverju ætli þeirra laun séu ekki skert þegar þeir fara að þiggja peninga annars staðar frá, eins og „hinir"?

Ég veit ekki. Best að gleyma því og skreppa bara í Ríkið og reyna að deyfa skömmina sem maður hefur á þessari tegund réttlætis.

Rétt eins og sjúklingurinn sem datt reglulega í‘ða viðurkenndi að brennivínið bætti ekkert heilsuna, en það væri bara skemmtilegra að vera fullur sjúklingur en edrú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Svakalega fínn pistill hjá þér.

Eiríkur Harðarson, 12.3.2008 kl. 01:47

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góður pistill

Hólmdís Hjartardóttir, 12.3.2008 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband